fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lífstíðarfangelsisdómur yfir Peter Madsen staðfestur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 13:13

Kim Wall og Peter Madsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eystri Landsréttur í Danmörku kvað fyrir nokkrum mínútum upp dóm yfir Peter Madsen sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi í undirrétti fyrir að hafa myrt sænsku fréttakonuna Kim Wall um borð í kafbátnum Nautilius í ágúst á síðasta ári. Eystri Landsréttur staðfesti dóm undirréttar um lífstíðarfangelsi yfir Madsen.

Saksóknari flutti mál sitt í morgun og sagði að Peter Madsen væri samviskulaus öfuguggi sem hefði myrt Wall í kynferðislegum tilgangi. Hann krafðist staðfestingar á dómi undirréttar og á þá kröfu féllst Eystri-Landsréttur.

Verjandi Madsen fór fram á 14 til 16 ára fangelsisdóm yfir honum og sagði að morðið hafi ekki verið skipulagt og benti á að Madsen hefði aldrei áður hlotið refsidóm.

Peter Madsen mun því væntanlega eyða því sem hann á eftir ólifað í fangelsi við hlið harðsvíruðustu glæpamanna Danmerkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni