fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Sefur þú illa? Það getur verið merki um hættulegan sjúkdóm

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 26. september 2018 14:00

Ætli hann sé einhleypur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú sefur yfirleitt illa á nóttinni þá getur það verið til merkis um að sjúkdómur herji á þig. Það er því kannski skynsamlegt að fara til læknis ef slæmur svefn er viðvarandi vandamál. Konur ættu að vera sérstaklega á varðbergi vegna slæms svefns.

Í rannsókn sem YouGov gerði á sínum tíma eða árið 2016 fyrir bresku samtökin The Sleep Apnoea Trust Association, sem aðstoða fólk með kæfisvefn við að bæta svefn sinn, kom í ljós að 46 prósent aðspurðra kvenna glímdu við svefnvandamál. Það sama átti við um 36 prósent karlanna.

60 prósent kvennanna sögðust eiga það til að verða pirraðar á daginn vegna þess að þær höfðu ekki fengið nægilegan nætursvefn en hjá körlum átti þetta við um helming aðspurðra.

John Stradlings, prófessor og sérfræðingur í svefni og svefnrannsóknum við Oxford háskóla, sagði í samtali við breska miðla að konum finnist oft að þessi mikla þreyta, sem þær finna fyrir, sé bara hluti af nútíma lífinu en þetta geti verið til merkis um mun alvarlegri hluti. Hann sagði að ef konur finna ekki skýringuna á svefnvandamálum sínum þá geti bent til alvarlegra heilsufarsvandamála.

Svefntruflanir tengjast oft kæfisvefni, sem veldur bæði hrotum og hættulegum hléum á andardrætti. Önnur einkenni eru þunglyndi, höfuðverkur, beinverkir, fótaóeirð og þreyta. Þunganir og tíðahvörf auka líkurnar á að konur þjáist af kæfisvefni.

Ef ekkert er gert við kæfisvefni getur hann valdið hjartaáföllum og blóðtöppum. Stradling sagðist því hvetja allar þær konur sem þjást af einhverju fyrrgreindu til að leita til læknis til að kanna hvort þær þjáist af kæfisvefni. Þeim mun fyrr sem tekist sé á við vandann, þeim mun betra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband