fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Pressan

Þessi maður er grunaður um morð á sjö ára stúlku

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 5. janúar 2019 20:30

Lögregluyfirvöld í Houston í Bandaríkjunum hafa sent frá sér meðfylgjandi mynd sem sýnir meintan morðingja sjö ára stúlku. Stúlkan var skotin til bana á sunnudag þegar hún var stödd í bifreið með fjölskyldu sinni.

Bifreið árásarmannsins stöðvaði við hlið bílsins sem fjölskyldan var á og andartaki síðar hóf árásarmaðurinn skothríð. Talið er að hann sé á fertugs- eða fimmtugsaldri og hafa aðstandendur fjölskyldunnar haldið því fram að um kynþáttaglæp hafi verið að ræða.

Stúlkan sem var skotin hét Jazmine Barnes og var hún þeldökk. Árásarmaðurinn var hvítur á hörund, fölleitur og klæddur í svarta hettupeysu þegar árásin var framin.

LaPorsha Washington, móðir stúlkunnar, hvatti árásarmanninn til að gefa sig fram á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni. Svo virðist vera sem um algjörlega handahófskennda og tilefnislausa árás hafi verið að ræða.

Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og ekki síst í Houston þar sem árásin var framin. DeAnbdre Hopkins, leikmaður Houston Texans í bandarísku NFL-deildinni, hefur heitið því að láta hluta launa sinna renna til fjölskyldu Jazmine. Alls er um að ræða 29 þúsund dali, 3,5 milljónir króna, sem Hopkins mun fá þegar lið hans etur kappi í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“