fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Andartaki áður en öndunarvélin var tekin úr sambandi opnaði hann augun

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 7. janúar 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. desember síðastliðinn fannst T. Scott Marr, 61 árs fjölskyldufaðir í Nebraska í Bandaríkjunum, meðvitundarlaus á gólfinu heima hjá sér.

Sonur hans kom að honum og var augljóst að Scott var illa haldinn. Lífsmörk voru lítil en hann var engu að síður með lífsmarki þegar hann var fluttur á sjúkrahús. Myndatökur leiddu í ljós að miklar bólgur væru í heila Scott og töldu læknar fullvíst að hann hefði fengið heilablóðfall.

Þann 13. desember, daginn eftir að hann fannst, sögðu læknar að nær engar líkur væru á því að hann næði bata. Fengu þeir leyfi hjá aðstandendum til að taka öndunarvélina úr sambandi og fór fjölskyldan að leiða hugann að útför. En þá gerðist hið ótrúlega. Scott rankaði hægt og rólega við sér og í dag er hann nánast við hestaheilsu.

Dóttir Scotts, Preston Marr, segir við KETV að hún hafi fengið símtal frá sjúkrahúsinu þann 13. desember þess efnis að hún þyrfti að drífa sig á staðinn. Þá upplifði Preston býsna eftirminnilegt augnablik. „Ég sagði: „Hæ, pabbi“ og hann brosti til mín.“ Preston bað hann að hreyfa fingur og tær sem hann gat en fyrst um sinn gat hann ekki tjáð sig.

Við nánari rannsókn kom í ljós að Scott hafði ekki fengið heilablóðfall eins og læknar töldu. Hann hafði fengið það sem kallað er afturkræft aftara heilakvillaheilkenni (e. Posterior reversible encephalopathy syndrome) sem er ekki beint mjög þekkt nema hjá heilbrigðisstarfsfólki. Heilabólgur eru yfirleitt ekki fylgifiskur slíks heilkennis og því kom þetta læknum hans nokkuð á óvart. Þetta heilkenni helst stundum í hendur við of háan blóðþrýsting og er viðráðanlegt ef gripið er snemma í taumana.

Scott er nú kominn heim í faðm fjölskyldu sinnar þar sem hann – og aðstandendur hans – jafna sig á býsna sveiflukenndum desembermánuði. Scott þurfti að gangast undir sjúkraþjálfun og þá hefur hann þurft að gangast undir talþjálfun sem hefur gengið ágætlega. „Ég er ekki mjög trúaður einstaklingur en ég trúi þó á Guð. Fyrir mér er þetta sönnun þess að Guð sé til,“ segir hann.

Viðtal við fjölskylduna um þessa ótrúlegu reynslu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu