fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Pressan

Er þetta besta starf í heimi? Færð 15 milljónir á ári fyrir það

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 7. janúar 2019 20:30

Hvernig myndi það hljóma að búa einn, jafnvel með vini eða maka, á einskonar búgarði á lítilli paradísareyju í San Francisco-flóa? Eflaust hljómar það ágætlega en hvernig myndi það hljóma að fá rúmar fimmtán milljónir króna á ári fyrir það? Eflaust enn betur.

Yfirvöld í San Francisco hafa nú auglýst eftir einstaklingi, eða einstaklingum, sem eru tilbúnir að taka að sér að vera vitaverðir á lítilli eyju í San Francisco-flóa. Eyjan er í um tíu mínútna siglingafjarlægð frá höfninni í San Francisco en vitinn á eyjunni hefur gegnt mikilvægu hlutverki frá síðari hluta 19. aldar.

Che Rodgers og Jillian Meeker hafa starfað á eyjunni undanfarin ár en þau láta brátt af störfum. Þó að viti sé á eyjunni hefur starf þeirra sem þar dvelja breyst nokkuð á undanförnum árum og áratugum. Þeir sem þar starfa eru kannski ekki eiginlegir vitaverðir eins og þekktist fyrr á öldum.

Í umfjöllun San Francisco Chronicle er starfinu lýst sem sannkölluðu draumastarfi en lítil ferðaþjónusta er rekin á eyjunni, svokallað bed & breakfast. Þeir sem koma til starfa á eyjunni geta því ekki bara legið með tærnar upp í lofti heldur þurfa þeir að sinna ýmsum verkefnum; eldamennsku, þrifum og sækja ferðamenn sem heimsækja eyjuna.

Fyrir rúmar fimmtán milljónir króna, ókeypis húsnæði og ókeypis mat gæti þetta þó verið draumastarfið enda eyjan róleg og í einstöku umhverfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“