fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Pressan

Níðingurinn barinn til bana í fangelsinu

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 7. janúar 2019 21:30

Christian Maire, kvæntur tveggja barna faðir í New York-ríki í Bandaríkjunum, var drepinn í fangelsinu í síðustu viku, Christian þessi var dæmdur í 40 ára fangelsi í desember síðastliðnum en hann var höfuðpaurinn í alræmdum barnaníðshring.

Maire og átta aðrir einstaklingar voru viðriðnir málið. Um var að ræða hóp karlmanna sem sigldi undir fölsku flaggi á netinu. Mennirnir þóttust vera unglingspiltar og fengu þeir barnungar stúlkur meðal annars til að senda nektarmyndir af sér.

Athygli vekur að þegar dæmt var í málinu kom ung stúlka fram sem vitni. Hún ávarpaði Maire beint í dómsal og sagði hann mega búast við því að vera laminn illa í fangelsinu.

Hún reyndist sannspá því barsmíðar drógu Maire til bana. Nokkrir fangar réðust á hann síðastliðinn föstudag í fangelsinu í Milan í Michigan og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Einn árásarmannanna var vopnaður heimatilbúnum hníf.

Þolendur Maire og hinna sem viðriðnir voru málið voru yfir hundrað og stóðu brotin yfir um fimm ára skeið. Maire hlaut þyngstan dóm, 40 ára fangelsi, en Jonathan Negroni Rodriguez var dæmdur í 35 ára fangelsi. Sá þriðji, Brett Sinta, var dæmdur í 30 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“