fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Neitaði að greiða 4 þúsund á snyrtistofu og myrti starfsmanninn: Fjölskyldan grátbiður hana að gefa sig fram

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krystal Whipple vildi ekki greiða 35 dollara, eða rúmar 4 þúsund krónur, fyrir þjónustu á snyrtistofu og reyndi að stinga af frá reikningnum. Starfsmaður reyndi að stöðva hana og hlaut bana af. Fjölskylda hinnar grunuðu Krystal Whipple grátbiður hana um að gefa sig fram við yfirvöld og lögregla leitar til almennings. 

Ngoc Q. Nguyen starfaði við handsnyrtingar á snyrtistofu í Las Vegas. Þann 29. desember síðastliðinn kom Krystal Whipple í handsnyrtingu en Nguyen vissi ekki þá að þetta yrði síðasta handsnyrting ferils hennar. Skömmu síðar var Nguyen látin og Whipple komin á flótta.

Þegar kom að því að greiða fyrir handsnyrtinguna reyndi Whipple fyrst að greiða með svikulu greiðslukorti. Þegar greiðslukortinu var hafnað sagðist hún þurfa að skjótast og sækja pening, en Nguyen gerði sér þá grein fyrir að Whipple ætlaði að stinga af frá reikningnum. Nguyen hljóp þá út og í veg fyrir bifreiðina til að koma í veg fyrir að Whipple tækist ætlunarverkið. Whipple stöðvaði þó ekki og Nguyen lenti undir bifreiðinni og lést af áverkum sínum í kjölfarið.

Atvikið má sjá á öryggismyndavél sem lögreglan í Las Vegas hefur birt opinberlega í von um að það leiði til handtöku Whipple. Rannsóknarlögreglumaður birti upptökuna samhliða til almennings um að hafa augun opin fyrir Whipple og bað almenning einnig að gæta varúðar þegar upp kæmu deilur um peninga. „Að auki viljum við minna almenning á að ef upp koma deilur um peningagreiðslur að hafa þá vinsamlegast samband við lögreglu í stað þess að freista þess að handsama eða með öðru móti bjóða viðkomandi byrginn,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn.

Á upptökunni sést einnig hvar eiginmaður Nguyen reynir af vanmætti að varna slysinu. „Ég reyndi að stöðva bifreiðina en ég er ekkert ofurmenni. Hún stakk af út af 35 dollara reikning og drap konuna mína – 35 dollara til að keyra yfir konuna mína,“ sagði eiginmaðurinn í samtali við Las Vegas Review-Journal.

Nú hefur fjölskylda Whipple, að beiðni lögreglu, komið fram í sjónvarpi og biðlað til Krystal Whipple að gefa sig fram við yfirvöld.  Móðir hennar og amma komu í morgunsjónvarpið Good Morning America þar sem þær grátbáðu Krystal um að hafa samband.

„Þú getur ekki flúið elskan, þú getur ekki flúið,“ segir móðirinn og reynir að halda tárunum aftur.„Þú verður að gefa þig fram elskan. Sama hvað það tekur munum við fá lögmann fyrir þig, við lögum þetta, komdu bara heim. Enginn er reiður, þetta verður allt í lagi.“

Móðir Whipple beindi jafnframt orðum sínum til barna hinnar látnu. „Mér þykir svo leitt að þið hafið misst móður ykkar og ég get ekki ímyndað mér hvernig ykkur líður. Mér þykir þetta svo leitt og ég vona að þið getið fundið það í hjarta ykkar að fyrirgefa dóttur minni og fjölskyldu.“

 

 

Rannsóknarlögreglumaður biður almenning um aðstoð við að finna Krystal Whipple

 

Fjölskylda Krystal Whipple grátbiður hana um að gefa sig fram í Good Morning America

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf