fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Pressan

Ekki hafa áhyggjur eftir jólin: Að hugsa um líkamsrækt getur haft sömu áhrif og að stunda líkamsrækt

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 18:35

Þetta hljóta eiginlega að vera tíðindi sem margir hafa beðið eftir enda nagar samviskubit marga þessa dagana eftir góðan og mikinn jólamat og tilhugsunin um að þurfa að fara að stunda líkamsrækt af krafti eftir áramót er eitthvað sem marga hryllir við. En nú virðist frábær lausn vera fundin á þessu og felst hún í að fólk nægi að hugsa um líkamsrækt og geti þannig náð sama árangri og með því að stunda líkamsrækt.

Vísindamenn við Ohio háskóla birtu niðurstöður rannsóknarinnar í tímaritinu Journal of Neurophysiology en þeir hafa komist að því að það eitt að hugsa um líkamsrækt getur haft sömu áhrif á líkamann og að stunda líkamsrækt. Þeir segja að bara það að hugsa um líkamsrækt geti mótað vöðva, hægt á hrörnun líkamans og jafnvel styrkt vöðva.

Vísindamennirnir hafa gert tilraun á tveimur hópum heilbrigðra einstaklinga. Gifs var sett um úlnliði þátttakenda í öðrum hópnum og þeim gefin fyrirmæli um að sitja kyrrir í 11 mínútur, fimm daga í viku í fjórar vikur og ímynda sér miklar vöðvakreppur eða líkamsæfingar. Þátttakendur í hinum hópnum fengu engar leiðbeiningar.

Niðurstöður tilraunarinnar eru þær að hugur og líkami eru nátengdari en talið hefur verið. Eftir fjórar vikur voru þeir sem stunduðu „hugar líkamsrækt“ tvisvar sinnum sterkari en þeir sem ekki stunduðu „hugar líkamsrækt.“ En ekki nóg með það því heilar „hugar líkamsræktar“ fólksins voru einnig öflugri því hugar æfingarnar styrktu taugaboð hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“