fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Grátbað um að vera ekki útskrifaður af geðdeild – Myrti móður sína þremur vikum síðar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 07:03

Þarna sat móðirin þegar sonurinn myrti hana. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 10. febrúar 2018 hringdi 44 ára karlmaður í lögregluna í Bergen í Noregi. Hann sagðist hafa misst alla stjórn á sér og drepið móður sína.

„Þetta gerðist á þriðjudaginn en ég gat ekki hringt fyrr en í dag.“

Vopnaðir lögreglumenn fóru að heimili mannsins í Landås í Bergen en þar bjó hann ásamt móður sinni. Á svölum íbúðarinnar fann lögreglan lík móðurinnar, pakkað inn í plast. Maðurinn var handtekinn og viðurkenndi að hafa myrt móður sína fjórum dögum áður.

Í ruslageymslunni fannst exi sem hann hafði keypt á þriðjudeginum og notaði til að myrða móður sína. Hann lamdi hana 11 sinnum aftan frá með exinni þar sem hún sat við eldhúsborðið og snæddi.

Réttarhöld í málinu hófust á mánudaginn í Bergen. Maðurinn játaði sök og óskaði eftir að vera dæmdur til vistunar á geðdeild því hann hafi verið geðveikur þegar hann framdi morðið. Þremur vikum fyrir það var hann útskrifaður af Kronstad geðdeildinni í Bergen og var útskriftin gegn vilja hans að sögn verjanda hans. Hann grátbað um að vera ekki útskrifaður og sagðist óttast að hann myndi skaða aðra og móður sína.

Fylkislæknirinn í Vestland, Helga Arianson, komst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið forsvaranlegt að útskrifa manninn af geðdeild þremur vikum fyrir morðið. Tekið hafi verið tillit til sjálfsvígshættu og hættunnar á að hann myndi skaða aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða