fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Pressan

Lokanir bandarískra ríkisstofnanna draga dilk á eftir sér – Þjóðgarði lokað vegna umgengni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 18:00

Lokanir ríkisstofnana í Bandaríkjunum draga dilk á eftir sér. Mikill hluti þjóðgarðsvarða var sendur í leyfi á meðan lokunum stendur en þá óðu gestir Joshua Tree þjóðgarðsins um eftirlitslausir. Afrakstur þess var mikil uppsöfnun á rusli og úrgangi sem olli því að ákvörðun var tekin um að loka fyrir umferð gestkomandi um garðinn. Þeir starfsmenn sem eftir eru vinna nú að því að hreinsa svæðið og tryggja öryggi framtíðar gesta og náttúruauðlinda. 

Joshua Tree þjóðgarðurinn í Kaliforníu tilkynnti í gær að gyrt yrði fyrir umferð gesta á meðan lokun ríkisstofnana stendur yfir. Pressan greindi frá því fyrr í dag að Trump Bandaríkjaforseti ætli ekki að slaka á kröfum sínum um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, en vegna þeirra áforma hafa þingmenn demókrata neitað að samþykkja fjárlög, sem meðal annars fela í sér fjármögnun múrsins. Þær ríkisstofnanir sem ekki hafa fengið samþykkta fjárveitingu fyrir árið eru því í lamalesti og bíða þess að úr deilunum leysist.

Sjá einnig: Trump ætlar ekki að gefa sig með múrinn – kennir demókrötum um lokanir ríkisstofnana

Þjóðgarðinum verður, eins og áður segir, lokað vegna umgengni og skemmdaverka gesta hans, en ekki hefur verið fært að hafa fullnægjandi eftirlit. Um 16 þúsund af þeim 19 þúsund þjóðgarðsvörðum sem voru við störf fyrir lokanirnar hafa verið sendir í leyfi. Garðar eru með lágmarksmönnun á gífurlega stórum svæðum og ekki fært að haga starfsemi með óbreyttum hætti. Í Joshua Tree þjóðgarðinum hafi gestir nýtt eftirlitsleysið með hryllilegri umgengni og skemmdaverkum. Þeir starfsmenn garðarins sem eftir eru munu nýta lokunina til að sinna hreinsunarstörfum og til að tryggja öryggi framtíðargesta og náttúrulegra auðlinda.

Ástandið á garðinum þykir sýna fram á hversu mikilvægum störfum þjóðgarðsverðir sinna. Þeir tryggja að gestir fái að njóta verunnar í náttúrunni án þess að þurfa að óttast um eigið heilsu eða öryggi sem og til að koma í veg fyrir náttúruspjöll.

„Yfirfullar ruslatunnur, úrgangur manna á óviðeigandi stöðum, deilur um bílastæði og fleira eru allt ógnir við öryggi gesta og náttúrulífs sem og stuðla gegn vernd náttúrulegra og menningarlegra auðlinda,“ segir John Garder, fjármálastjóri náttúruverndarstofnunnar.

Gestir á bifhjólum hafa með akstri sínum búið til nýja vegi með tilheyrandi náttúruspjöllum sem og eyðilagt eitthvað af Joshua trjánum, sem eru í útrýmingarhættu.

Síðan lokun ríkisstofnana Bandaríkjanna hófst fyrir 18 dögum hafði mikið rusl og úrgangur safnast fyrir í þjóðgarðinum Yosemite en það olli meðal annars skertum viðbragðstíma maður lést þar af slysförum.

Joshua Tree þjóðgarðurinn er fyrsti þjóðgarðurinn til að grípa til þessara rótæku aðgerða til að tryggja vernd náttúruauðlinda á meðan lokunum stendur. Margir garðar eru enn opnir fyrir umferð gesta, en líða þó fyrir skort á eftirlitsaðilum. Nokkrir þjóðgarðar hafa gripið til þess ráðs að loka vinsælum gönguleiðum og vettvöngum, en enginn annar en Joshua Tree garðurinn hefur lokað alfarið fyrir heimsóknir.

„Þjóðgarðsverðir munu halda áfram að fara í eftirlitsferðir um garðinn og fylgja eftir lokun hans þar til starfsmenn hafa lokið hreinlætis- og öryggisstörfum,“ segir í yfirlýsingu frá garðinum í tilefni lokunar hans.

Sumir þjóðgarðar ná aðeins að halda starfsemi sinni gangandi vegna þess að þeim hafa borist fjárgjafir og Joshua Tree þjóðgarðurinn þakkaði  samfélögum úr nærumhverfi sínum fyrir alla aðstoðina og stuðninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“