fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Pressan

Trump ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi – Segir neyðarástand ríkja við landamæri Mexíkó

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 05:53

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi, í nótt að íslenskum tíma. Hann sagði neyðarástand ríkja við landamærin að Mexíkó, ástand sem aðeins væri hægt að leysa með því að reisa múrinn sem hann hefur lofað að láta reisa á landamærunum.

Hann sagði að ástandið ógni þjóðaröryggi og sé einnig neyðarástand hvað varði mannúðarmál. Mörg þúsund ólöglegir innflytjendur komi yfir landamærin og Bandaríkin geti ekki tekið við þeim öllum. Hann eyddi níu mínútum í að draga upp dökka mynd af ástandinu á landamærunum og lýsti óánægju sinni með að geta ekki gert neitt við „þær þúsundir glæpamanna“ sem komast árlega til Bandaríkjanna sem og að geta ekkert gert gegn fíkniefnasmygli yfir landamærin.

„Þetta er hinn skelfilegi raunveruleiki sem við búum við. Þetta er neyðarástand fyrir hjartað, neyðarástand fyrir sálina. Þetta verður að stöðva.“

Sagði hann.

Hann gagnrýndi demókrata, sem eru nú í meirihluta í fulltrúadeild þingsins, fyrir að „standa í vegi fyrir nauðsynlegri fjármögnun múrsins“.

Þetta er í fyrsta sinn sem Trump hefur haldið sjónvarpsávarp sem allar stóru sjónvarpsstöðvarnar sýndu. Venjan er að slík ávörp séu aðeins flutt þegar neyðarástand ríkir. Fyrir ávarpið veltu margir fyrir sér hvort Trump myndi lýsa yfir neyðarástandi við landamærin og þess vegna ákváðu sjónvarpsstöðvarnar að sýna ávarpið í beinni útsendingu.

Politico segir að heimildarmenn í Hvíta húsinu segi að Trump hafi á síðustu stundu hætt við að lýsa yfir neyðarástandi þar sem miklar líkur séu á að farið yrði með málið fyrir dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“