fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Pressan

21 árs maður notaði fyrstu útborgun sína til að koma foreldrum sínum á óvart – Myndband

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 08:05

Fjölskyldan opnar jólagjöfina. Skjáskot af myndbandinu.

Það má kannski færa rök fyrir því að Pavin Smith sé draumur allra foreldra. Þegar hann var 21 árs gerði hann atvinnumannsamning við lið Arizona Diamondbacks í bandarísku hafnarboltadeildinni. Samningurinn tryggði honum milljónir í laun á ári hverju. Þessi ungi maður ákvað að koma foreldrum sínum á óvart þegar hann fékk útborgað í fyrsta sinn og er óhætt að segja að hann hafi komið þeim í opna skjöldu.

Hann greiddi upp áhvílandi lán á húsi foreldra sinna og eru þau því á grænni grein hvað skuldamál varðar. Á aðfangadag rétti hann foreldrum sínum bréf þar sem hann skýrði frá gjöfinni.

„Takk, fyrir að ala mig upp á dásamlegu heimili umvafinn ást og hlýju. Takk fyrir allt það sem þið hafið gert fyrir mig. Ég vil gjarnan að æskuheimilið verði alltaf okkar.“

Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan kom þetta foreldrum hans algjörlega í opna skjöldu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“