fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Pressan

Sátu á veitingastaðnum þegar snjóflóðið kom

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 11. janúar 2019 11:33

Betur fór en á horfðist þegar snjóflóð lenti á hóteli í Appanzell Ausserrhoden-kantónunni í Sviss í gær. Gestir sem sátu að snæðingi á veitingastað hótelsins var mörgum verulega brugðið þegar snjóflóðið ruddist í gegnum glugga og útveggi.

Þrír eru taldir hafa slasast, þar af einn gestur veitingastaðarins sem þurfti að grafa upp úr flóðinu. Tuttugu og fimm bílar grófust undir flóðinu sem var nokkuð stórt eins og meðfylgjandi myndir af Twitter bera með sér.

Vinsælt skíðasvæði er í nágrenninu og hafa viðbragðsaðilar verið á svæðinu ef ske kynni að einhverjir fleiri hafi grafist undir. Ekki hefur þó verið tilkynnt um einstaklinga sem saknað er.

Mjög hefur snjóað á þessum slóðum að undanförnu og raunar víðar á meginlandi Evrópu. Veðurspár gera ekki ráð fyrir öðru en að áfram muni bæta í snjóinn þar til um miðja næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“