fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019
Pressan

Fleiri börn fæðast eftir aðgerðir yfirvalda

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. janúar 2019 19:30

Mynd úr safni.

Í Japan er það mikið vandamál hversu fá börn fæðast og fer landsmönnum fækkandi. Rúmlega fimmtungur þessarar 124 milljóna manna þjóðar er eldri en 65 ára. Á síðasta ári fækkaði landsmönnum mikið og hefur fækkunin aldrei verið meiri á einu ári. Ef þessi þróun heldur áfram verða landsmenn aðeins 88 milljónir árið 2065. Til að breyta þessu þarf að gera eitthvað róttækt og það hafa yfirvöld í bænum Nagi í vesturhluta landsins gert.

Þar hefur fjárhagsleg hvatning verið notuð til að fá fólk til að eignast fleiri börn. Fyrir fyrsta barn sitt fá foreldrar sem svarar til rúmlega 100.000 íslenskra króna. Fyrir barn númer tvö fá þeir sem svarar til um 160.000 íslenskra króna og síðan hækkar upphæðin með hverju barni. Fimmta barnið skilar sem svarar til um einnar milljónar íslenskra króna inn í heimilisbókhaldið. Þá einkennir það bæinn að þar er stress minna en víða í stóru borgum landsins og nægt pláss er þar fyrir alla.

Verkefnið hófst 2004 og hefur borið góðan ávöxt. Auk fyrrgreinda peningagreiðslna er boðið upp á húsnæðisstyrki, ókeypis bólusetningar og niðurgreidda dagvist. Frá 2005 til 2017 jókst fæðingartíðnin kvenna í bænum úr 1,4 börnum í 2,8 börn á hverja konu og hefur þetta að vonum vakið athygli um allt land. Eftir uppgjör síðasta árs stendur fæðingatíðnin í 2,4 börnum á hverja konu en það er vel yfir landsmeðaltali sem er 1,46 börn. Í Tókýó er tíðnin 1,17 barn á hverja konu en þar er einnig mikill skortur á dagvistun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“