fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Veröldin hrundi: Pabbi reyndist vera alræmdur raðmorðingi

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 12. janúar 2019 08:00

Dennis sést hér á mynd með Kerri og syni sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig myndirðu bregðast við ef þú kæmist að því að faðir þinn, sem þú hefur alltaf litið upp til, væri í raun og veru raðmorðingi? Hin bandaríska Kerri Rawson var í þessum sporum. Í sautján gekk faðir hennar um götur Kansas í Bandaríkjunum þar sem hann myrti tíu manns, þar af tvö börn.

Faðir Kerri er Dennis Rader, sem gekk undir nafninu BTK-morðinginn. BTK stendur fyrir „bind, torture, kill“.  Dennis var handtekinn árið 2005 og dæmdur í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn að 175 árum liðnum. Morðin hræðilegu framdi hann á árunum 1974 til 1991 og lagði hann í vana sinn að taka eitthvað úr fórum fórnarlamba sinn með af vettvangi ódæðanna. Nærbuxur, nafnspjöld og ýmislegt fleira sem fórnarlömb hans áttu fundust til dæmis á heimili hans eftir handtökuna.

Eðlilegur fjölskyldumaður

New York Post birti útdrátt úr bók sem Kerri hefur skrifað um föður sinn og er væntanleg í verslanir síðar í þessum mánuði. Þar segir hún frá því að faðir hennar hafi verið tiltölulega eðlilegur fjölskyldumaður og engan hafi grunað að hann ætti sér jafn skuggalegt leyndarmál og raun bar vitni.

Í bókinni rifjar hún upp eitt eftirminnilegt atvik sem átti sér stað kvöld eitt árið 1985. Þrumur og eldingar voru úti en á þessum tíma var Kerri sex ára gömul. „Ég skreið upp í rúm til mömmu. Ég hefði ekki gert það ef pabbi hefði verið heima. Ég sofnaði á hans hlið í rúminu – gerði það stundum þegar hann var ekki heima. Ég man sérstaklega eftir þessu kvöldi því daginn eftir var tilkynnt um hvarf nágrannakonu okkar,“ segir hún.

Síðar kom í ljós að nágrannakona fjölskyldunnar var á meðal fórnarlamba Dennis. Dennis var kirkjurækinn og sérlegur áhugamaður um frímerki. Hann myrti fyrstu fjögur fórnarlömb sín – foreldra og tvo unga drengi þeirra – áður en Kerri fæddist.

Veröldin hrundi

Það var þó ekki fyrr en árið 2005, þegar Kerri var 26 ára, að hún komst að sannleikanum um föður sinn. Fulltrúi bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, bankaði upp á en þá hafði faðir hennar þegar viðurkennt við yfirheyrslur að vera hinn alræmdi BTK-raðmorðingi.

Í bók sinni lýsir Kerri því að veröld hennar hafi gjörsamlega hrunið í kjölfarið. Hún hlustaði á upptöku frá 911, neyðarlínunni í Bandaríkjunum, þar sem BTK-morðinginn lýsti morði sínu á ungri konu. Konan var nýkomin heim úr vinnu þegar Dennis braust inn til hennar og kyrkti hana með belti. Þegar hún hlustaði á upptökuna heyrði hún kunnuglega rödd. Mörg ár áttu þó eftir að líða þar til lögreglu tókst að bera kennsl á morðingjann.

Dýrkeypt mistök

Dennis lagði í vana sinn að hafa reglulega samband við lögreglu, í gegnum síma eða með bréfaskriftum, þar sem hann lýsti ódæðum sínum. Það átti eftir að reynast honum dýrkeypt, sem betur fer. Í febrúar 2005 sendi hann tölvudiskling til sjónvarpsstöðvar sem innihélt upplýsingar sem hægt var að rekja til hans. Hann var handtekinn í kjölfarið og við yfirheyrslur játaði hann að hafa banað tíu einstaklingum.

Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist Kerri enn vera í sambandi við föður sinn í gegnum bréfaskriftir. Þá kveðst hún hafa upplifað fyrirgefningu í hans garð. „Þá daga sem ég er ekki að glíma við erfiðan sannleikann, þá get ég sagt þér: Ég elska pabba minn – þann sem ég þekkti.“

Bók hennar, A Serial Killer‘s Daughter: My Story of Faith, Love and Overcoming, kemur út þann 29. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?