fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Harmleikur á laugardag: Hræðileg sjón blasti við sjúkraflutningamönnum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 14. janúar 2019 20:30

Grunur leikur á að fentanýl, hættulegasta fíkniefni heims, hafi orðið til þess að þrettán fíklar tóku inn of stóran skammt síðastliðinn laugardag. Atvikið átti sér stað í Kaliforníu í Bandaríkjunum; einn var úrskurðaður látinn og tólf voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi.

Fólkið var samankomið í íbúðarhúsi í Chico í Kaliforníu og var hver einasti sjúkrabíll borgarinnar kallaður að húsinu. Ófögur sjón blasti við sjúkraflutningamönnum þegar þeir mættu á vettvang; rænulaust fólk á víð og dreif um húsið. Fólkið sem um ræðir er á aldrinum 19 til 30 ára.

Tveir viðbragsaðilar voru fluttir á sjúkrahús vegna eitrunareinkenna eftir að hafa farið inn í húsið. Ljóst er að verr hefði farið ef ekki hefði verið fyrir lyfið Naloxone sem dregur úr áhrifum ópíóíða.

Pressan greindi frá því í desember að fentanyl væri hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna með tilliti til dauðsfalla eftir ofneyslu. 18.335 manns dóu árið 2016 eftir að hafa tekið of stóran skammt af lyfinu, en árið 2016 var fyrsta árið sem fentanyl var í efsta sæta. Árin 2012 til 2015 var heróín það fíkniefni sem dró flesta til dauða í Bandaríkjunum. Oxycodone var á toppnum árið 2011.

Lyfið er gríðarlega sterkt, margfalt sterkara en morfín og heróín og örlítill skammtur getur dregið fólk til dauða. Árið 2011 mátti rekja fjögur prósent dauðsfalla af völdum of stórs fíkniefnaskammts til Fentanyl en 29 prósent árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“