fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Íslamska ríkið hugðist myrða Kate Middleton – Ætluðu að eitra mat hennar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 19:30

Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið hugðust myrða Kate Middleton, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins og ríkisarfa, með því að eitra fyrir henni. Samkvæmt skilaboðum sem liðsmennirnir sendu sín á milli með dulkóðuðu appi ræddu þeir þessa áætlun. Í henni fólst að þeir ætluðu að eitra mat í stórmörkuðunum þar sem Kate verslar. Með skilaboðunum var mynd af henni með innkaupakerru í verslun og textinn: „Við vitum hvað hún borðar – eitrum matinn.“

Í öðrum skilaboðum var hvatt til árásar á son hennar, George prins, og mynd birt af honum þar sem hann leiðir föður sinn. Breskir fjölmiðlar fjölluðu um þetta í gær og dag og segja að málið sé tekið mjög alvarlega.

Í júlí var Husnain Rashid dæmdur í lífstíðarfangelsi, með möguleika á reynslulausn eftir 25 ár, fyrir að hafa notað samfélagsmiðla til að hvetja til morðs á George prinsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni