fbpx
Miðvikudagur 23.janúar 2019
Pressan

Sundlaugasmíði Robbie Williams veldur gífurlegum usla

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 21:00

Söngvarinn Robbie Williams hefur farið verulega í hinar fínustu hjá Jimmy Page, gítarleikara Led Zeppelin, undanfarnar vikur, en svo vill til að tónlistarmennirnir eru nágrannar í vesturhluta London.

Þessir tveir hafa lent í kröppum dansi eftir að Williams fékk leyfi til að byggja veigamikla sundlaug á lóð sinni, Page til mikillar mæðu. Breski fréttamiðillinn The Guardian greinir meðal annars frá þessum óvenjulegu nágrannaerjum.

Hermt er að Page telji að framkvæmdirnar valdi skaða á setri sínu sem byggt var árið 1875. Samkvæmt sögum barst kvörtunarbréf til umdæmanna í Kensington og Chelsea, skrifað undir (dul)nafninu „Jonny.“ Þar kemur fram að Williams hafi ítrekað tekið upp á því að spila tónlist eftir Black Sabbath á fullum hljóðstyrk, fullmeðvitaður um að þetta fari í taugarnar á Led Zeppelin-stjörnunni. Báðar hljómsveitir voru einmitt í mikilli samkeppni hvor við aðra á ferilnum, sérstaklega á áttunda áratug síðustu aldar.

Williams var veitt leyfið til að byggja sundlaugina í desember síðastliðnum, en framkvæmdir geta ekki hafist fyrr en ráðuneyti borgarhlutans greiðir úr flækjunum á milli nágrannanna. Skilmálar gætu breyst og leyfið verið afturkallað ef í ljós kemur að þessi vinna hafi áhrif á eign hússins hjá Page.

Hvort nágrannadeilur þessara tónlistarmanna eigi þá eftir að magnast enn meir á eftir að skýrast.

Hér býr Robbie Williams í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal

790 milljónum netfanga og lykilorða lekið á netið – Svona getur þú séð hvort þitt netfang er þar á meðal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum

Hin fullkomna tía – 60 milljónir áhorfa á 10 dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“

Þrjú grunsamleg dauðsföll á einum mánuði – „Áhyggjuefni og hræðilegt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“

Skýr skilaboð frá NASA – „Þessu myndum við aldrei halda leyndu“