fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Grípa til aðgerða vegna mikillar umferðar – Ókeypis almenningssamgöngur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 20:30

Ætli ástandið á vegum landsins sé svipað og í Reykjavík? Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umferð einkennir lífið í Lúxemborg, sem er eitt ríkasta land heims, og hafa stjórnvöld nú ákveðið að grípa til aðgerða vegna þess. Frá og með næsta ári mun ekki kosta neitt að nota strætisvagna og lestir í þessu litla Evrópuríki. Endalausar umferðateppur eru stórt vandamál í landinu og gera lítið annað en ergja íbúana. Það er von stjórnvalda að margir muni nýta sér möguleikann á ókeypis samgöngum og þannig muni draga úr bílaumferðinni.

Þetta mun auðvitað einnig koma sér vel fyrir náttúruna og draga úr mengun. Hvergi í Evrópu er bílaeign meiri en í Lúxemborg en þar eru 662 bílar á hverja 1.000 íbúa en þeir eru 560.000 í heildina.

Það verður auðvitað ekki ókeyps að reka almenningssamgöngurnar en ríkissjóður mun taka þann kostnað á sig en hann er um 900 milljónir evra á ári segir í frétt New York Times um málið. Innkoman af miðasölu er um 30 milljónir evra á ári en einhver sparnaður næst þegar hætt verður að selja miða og kanna hvort fólk hafi keypt miða.

Eitt af stóru vandamálunum fyrir umferðina í landinu er nálægðin við Belgíu, Frakkland og Þýskaland. Lúxemborg er nokkurskonar tengipunktur fyrir umferð frá þessum löndum auk innanlandsumferðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum