fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Þessi ótrúlega paradísareyja gæti orðið þín: Hús með sundlaug og náttúrufegurðin eins og hún gerist best

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 19. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er kannski ekki þekktasta eyja í heimi en hún stendur á stað sem er einn sá þekktasti í heimi. Eyjan sem um ræðir er á Amazon-svæðinu í Brasilíu og er hún nú til sölu fyrir sem nemur 105 milljónir króna.

Amazon Resort-eyja, eins og hún heitir réttu nafni, stendur á Mamori-vatninu í suðurhluta Manaus í Brasilíu. Amazon-svæðið er þekkt fyrir gríðarlega náttúrufegurð en regnskógurinn hefur átt undir högg að sækja á undanförnum árum vegna ágangs skógarhöggsmanna.

Í auglýsingunni sem finna má á netinu kemur fram að hús með sundlaug fylgi eyjunni sem er rúmir tíu hektarar að stærð. Veðursæld á svæðinu er mikil og þá eru ekki miklar líkur á að nágrannar muni trufla þig, enda um afar strjálbýlt svæði að ræða.

Tvö eiginleg íbúðarhús eru á eyjunni; annað samastendur af stórri setustofu, eigendasvítu með einkabaðherbergi og sérstöku herbergi fyrir aðstoðarfólk. Þá er þvottahús í umræddu húsi og eldús að sjálfsögðu. Í hinu húsinu eru fjögur gestaherbergi, öll með sér salernisaðstöðu. Loks er lítill bústaður með tveimur stórum lúxusherbergjum ef von er á enn fleiri gestum.

Segja má að þessi litla eyja sé nokkuð sögufræg því á árunum 1940 til 1975 voru unnin lyktarefni úr rósavið, sem vex á eyjunni, og efnin flutt til Frakklands þar sem þau voru meðal annars notuð í snyrtivörur. Heimsótti þáverandi Frakklandsforseti, Giscard d‘Estaing eyjuna árið 1975. Frá árinu 1985 hefur núverandi eigandi rekið þarna ferðaþjónustu fyrir ríka einstaklinga.

Nú er eyjan og allt sem henni fylgir komin á sölu og má segja að möguleikarnir séu margir fyrir þá sem hugsa sér gott til glóðarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“