fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Tóku til sinna ráða þegar þeir komust að skuggalegu leyndarmáli nágranna síns

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 19. janúar 2019 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hinn 54 ára gamli David Gaut flutti inn í nýtt hús við götu eina í bænum New Tredegar í Wales bjóst hann líklega við að geta lifað tiltölulega áhyggjulausu lífi. Um er að ræða fimm þúsund manna bæ skammt norður af Cardiff.

En Gaut þessi átti sér skuggalegt leyndarmál. Árið 1985 varð hann sautján mánaða dreng, Chi Ming Shek, að bana en Shek litli var sonur þáverandi kærustu hans. Hrikalegar barsmíðar urðu litla drengnum að bana og fór svo að Gaut var dæmdur í 33 ára fangelsi. Að afplánun lokinni settist Gaut að í umræddum bæ.

Hafi Gaut haldið að hann gæti lifað áhyggjulausu lífi það sem eftir væri skjátlaðist honum hrapallega. Nágrannar hans komust að skuggalegri fortíð hans og voru þeir, eðli málsins samkvæmt kannski, ekki átt sáttir við að fá dæmdan barnsmorðingja í hverfið.

David Osborne íbúi í hverfinu lagði á ráðin ásamt þremur öðrum íbúum í nágrenninu um að Gaut skyldi verða látinn finna hressilega fyrir því. Raunar gott betur en svo því Osborne vildi losna við Gaut fyrir fullt og allt, sama hvað það kostaði.

Osborne, 41 árs, Darren Evesham, 47 ára, og Ieuan Harley, 23 ára, tókst að lokka Gaut að heimili Osborne á tímabilinu frá 1. til 4. ágúst síðastliðinn. Það er skemmst frá því að segja að þremenningarnir réðust á Gaut með hnífi og veittu honum banvæna áverka. Alls fundust 176 stingusár á líki Gaut. Þá voru neglurnar á fingrum hans rifnar af. Að svo búnu drógu þeir líkið úr íbúðinni og komu því fyrir á heimili Gaut áður en þeir hófust handa við að þrífa eftir blóðbaðið.

Málið er nú fyrir dómi í Wales og fór aðalmeðferð fram í vikunni. Saksóknari málsins, Ben Douglas-Jones, sagði að markmið Osborne hafi allan tímann verið að lokka Gaut að heimili sínu í þeim tilgangi að velta upp atvikinu árið 1985.

Lík Gaut fannst daginn eftir af lögregluþjónum sem kallaðir voru að heimil hans. Það gerðist eftir að nágrannar tilkynntu um áhyggjur sínar af því að ef til vill væri ekki allt með felldu.

Saksóknarinn Ben sagði að Osborne hafi komist að fortíð nágranna síns eftir að flett honum upp á netinu. Allir þrír hafi viljað losna við hann og tekið þátt í morðinu. Þrátt fyrir skuggalega fortíð Gaut þá kallar hann eftir því að eitt verði látið yfir alla ganga og þremenningunum verði ekki sýnd nein miskunn þegar dómur verður kveðinn upp. „Hinn látni framdi skelfilegan glæp. En það er ekki okkar hlutverk að dæma hann fyrir það. Hann var dæmdur af kviðdómi fyrir mörgum árum. Hann var dæmdur og hann tók út þá refsingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?