fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Ég finn fyrir hræðilegri og illri nærveru þegar ég sef: Er sem lömuð en samt vakandi

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 20. janúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að þú liggir í rúminu og þegar þú ert við það að sofna heyrir þú hljóð, þér finnst einhver vera í herberginu og þér finnst eins og einhver sitji á bringu þinni. Þú reynir að hrópa á hjálp en getur það ekki, ert alveg lamaður.

Þetta er skelfileg og ógnvekjandi lífsreynsla sem á milli 15 og 25 prósent fólks gengur í gegnum. Margir telja að þetta tengist draugum eða að þeir séu að missa vitið, en svo er þó ekki. Flestir vita þó ekki hvað þetta er en þetta er hvorki yfirskilvitlegt eða hættulegt. Þetta er fyrirbæri sem kallast svefnlömun.

Ann-Karin Gyttrup Strand, 56 ára norsk kona, hefur upplifað þetta öðru hvoru síðustu 20 árin. Í samtali við TV2 sagðist hún oft hafa haldið að hún væri að missa vitið eða að hún væri móðursjúk.

Eins og einhver sitji á bringunni

Hún segist upplifa þetta þannig að þegar hún er að fara að sofa þá heyri hún skyndilega sterkt suð sem hækki alveg þar til hún finni til í eyrunum. Þegar því stigi er náð þá finnist henni sem hún ráði ekki við meira en þá breiðist lömun út um líkama hennar. Hún segist reyna mikið að hreyfa sig eða hrópa á eiginmanninn en geti það ekki. Hún sé algjörlega lömuð en vakandi.

Ann-Karin segir að auk þessara einkenna þá fari hún að anda djúpt, eins og einhver sitji á bringu hennar. Hún segist einnig hafa fundið fyrir nærveru einhvers ills í svefnherberginu.

„Þá hellist óttinn yfir mig: „Guð, hvað er að gerast?““

Hún segist hafa verið mjög hrædd þegar þetta gerðist fyrst. Hún sagðist hafa verið mjög trúuð um tíma og hafi þá talið að djöfullinn sjálfur væri kominn til hennar.

Dreymir en eru vakandi

Stine Knudsen, yfirlæknir í svefnlækningum við Ullevål háskólasjúkrahúsið, sagði í samtali við TV2 að svefnlömunin sem Ann-Karin þjáist af sé fullkomlega eðlileg og hættulaus. Þegar fólk sofi og dreymi þá sé það sem lamað og þetta eigi við um alla. Hjá sumum þá virki þessi tenging á milli þess að vera sem lamaður og að sofa draumsvefni og vöku ekki alveg sem skyldi.

Hún sagði að það sem Ann-Karin upplifi sé að hún sé sem lömuð og dreymi en sé vakandi. Þetta geti orsakað bæði ofskynjanir hvað varðar hljóð og tilfinningar og það sé það sem gerist hjá Ann-Karin. Ofskynjanirnar séu í raun draumar og af því að fólk sé vakandi þá verði þetta mjög hræðilegt.

Flestir verði ofsahræddir þegar þeir upplifa þetta, því þeir vita ekki hvað er að gerast. Fólk fái þá tilfinningu að það sé verið að grafa það lifandi, það geti ekki sagt neitt og ofskynjanirnar séu oft í formi martraða.

Hún sagði að það komi ítrekað fyrir að fólk finni fyrir illri nærveru og oft sjái þá verur í djöfla- eða nornalíki í herberginu. Þessar verur komi síðan oft og setjist á bringu fólks og þá eigi það erfitt með andardrátt. Hún segist ekki geta sagt af hverju verur sem þessar komi svo oft fram en að það sé til skýring á erfiðleikunum við að ná andanum. Vöðvarnir sem eru notaðir til að draga andann djúpt lamist eins og gerist oft þegar fólk er undir miklu álagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?