fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Læknar björguðu lífi manns með því að gefa honum 15 bjóra

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 20. janúar 2019 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sannleikurinn er stundum ótrúlegri en skáldskapur og það átti svo sannarlega við í tilviki manns sem fékk fimmtán bjóra frá læknum sem enduðu á að bjarga lífi hans. Newsweek fjallar um þetta sérkennilega mál.

Forsaga málsins er sú að víetnamskur karlmaður á besta aldri, Nguyen Van Nhat, var fluttur á sjúkrahús í Quant Tri-héraði þann 25. desember síðastliðinn vegna heiftarlegrar áfengiseitrunar. Maðurinn hafði drukkið metanól, einnig þekkt sem tréspíri eða viðarspíri, og var alkóhólmagnið í blóði hans ríflega þúsundfalt á við það sem talið er öruggt.

Metanól er ekki það sama og etanól þó bæði efnasamböndin séu alkóhól. Etanólið er það efnasamband sem finna má í áfengum neysluvörum en metanólið ekki.

Nguyen var meðvitundarlaus þegar hann var fluttur á sjúkrahúsið og brugðu læknar á það ráð að gefa honum sem nemur einum bjór á hverjum klukkutíma – alls 15 stykki. Til að gera langa sögu stutta var þetta gert til að takmarka það magn metanóls sem lifrin brýtur niður. Við niðurbrotið myndast svokölluð maurasýra sem getur valdið hættulegri eitrun, hálfum til einum sólarhringi eftir neyslu metanólsins. Afleiðingarnar geta verið lífshættulegar og einnig valdið blindu.

Í umfjöllun Newsweek kemur fram að etanólið stöðvi eða seinki oxun metanóls í formaldehýð sem aftur oxast í maurasýruna hættulegu. Með þessu tókst læknum að kaupa sér tíma sem þeir nýttu til að framkvæma blóðskilun. Þremur vikum eftir innlögn var Ngueyn útskrifaður af sjúkrahúsi og er hann við ágæta heilsu þrátt fyrir allt sem á undan er gengið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig