fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Ísraelar gera loftárásir á Sýrland – Uppbygging Írana í landinu sögð vera ástæðan

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 21. janúar 2019 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelski flugherinn gerði loftárásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi í morgun. Meðal skotmarka voru alþjóðaflugvöllurinn í Damascus ásamt þjálfunarbúðir Írana. Einnig voru gerðar árásir á loftvarnir sýrlenska hersins.

Segja embættismenn í Ísrael að árásin hafi verið svar við eldflaugaárásum Írana á Ísrael. Mikil spenna er á svæðinu og hefur sú spenna enn þá aukist eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti fyrir stuttu að hann myndi kalla aftur heim alla bandaríska hermenn í Sýrlandi. Eru þeir um 2.000 talsins og hafa bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu furðað sig á þessari ákvörðun forsetans.

Íran fordæmi árásirnar og sagði Aziz Nasirzadeh, hershöfðingi í íranska flughernum, að flugher hans væri tilbúinn að svara til baka. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur sagt að Íranir séu velkomnir í landinu, en íranskar hersveitir hafa aðstoðað hann að berja niður uppreisn í landinu. Eingöngu tvö svæði í landinu eru ekki undir stjórn Assads, en það eru einmitt svæðin þar sem bandarískir hermenn eru staðsettir í dag.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í mánuðinum að þrátt fyrir að bandarískir hermenn myndu yfirgefa Sýrland væri það markmið þeirra koma öllum írönskum hersveitum úr Sýrlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum