fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Það getur verndað afkomendurna fyrir offitu ef þeir eru getnir í kulda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. janúar 2019 18:30

Ætli það sé kalt eða heitt hjá þeim?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi verið vitað að umhverfi okkar og lífsstíll hefur áhrif á genin okkar. Það sem við borðum, sú hreyfing sem við stundum og stress getur haft áhrif á genin og breytt þeim og þetta getur síðan skilað sér áfram til afkomenda okkar. Það er til dæmis vel þekkt að mataræði móður á meðgöngu hefur áhrif á fæðingarþyngd barnsins og heilsu þess síðar á lífsleiðinni. Nú segja svissneskir vísindamenn að það geti verndað börn fyrir offitu ef getnaður á sér stað í kulda.

Í rannsókn þeirra, sem 8.400 manns tóku þátt í, kom í ljós að samhengi er á milli hversu mikið er af brúnum fituvef í líkama fólks, BMI (líkamsmassastuðull) og hvort fólk var getið á heitum eða köldum árstíma. Það er því ekki annað að sjá en hitastigð geti einnig breytt genunum okkar.

Brúnn fituvefur hefur ákveðna eiginleika sem geta aukið brennslu og getur því veitt vernd gegn ofþyngd og sykursýki 2.

Vísindamennirnir uppgötvuðu að þeir sem eru með meira af þessum brúna fituvef en aðrir höfðu oftar fæðst frá júlí til nóvember og höfðu þar af leiðandi verið getnir á köldum árstíma. Það var því ekki annað að sjá en að bólfarir foreldranna á köldum árstíma hafi dregið úr líkunum á ofþyngd síðar á lífsleiðinni.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Medicine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls