fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Dularfullur líkfundur – Fundu lík inni í húsvegg – Morð eða slys?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 06:08

Ole Geir Hodne Viste.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní 2015 hvarf 36 ára Norðmaður, Ole Geir Hodne Viste, á dularfullan hátt og hefur ekkert spurst til hans síðan. Nú telur lögreglan hugsanlegt að hann sé fundinn. Á fimmtudaginn fundu byggingaverkamenn lík inni í vegg í húsi í Sandnes. Talið er að líkið hafi verið þar í mörg ár. Á líkinu fannst greiðslukort með nafni Ole Geir.

Ekki hefur þó enn verið skorið endanlega úr um hvort líkið er af Ole Geir. Greiðslukortið var síðast notað í Stavangri þann 16. júní 2015. Vitni telja sig síðan hafa séð Ole Geir í Sandnes daginn eftir. En þar hurfu öll spor eftir hann.

Slys eða morð?

Lögreglan bíður enn eftir niðurstöðum krufningar en hún fór fram á föstudaginn. Af þeim sökum er ekki búið að skera endanlega úr um hvort um Ole Geir sé að ræða.

Norska ríkisútvarpið segir að kringumstæður á vettvangi geri að verkum að lögreglan geti ekki útilokað að viðkomandi hafi dottið niður um holrúm á loftinu og setið fastur inni í veggnum. En hún hefur heldur ekki útilokað að maðurinn hafi verið myrtur og líkinu komið fyrir inni í veggnum.

Húsið hefur staðið autt í 7-8 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls