fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Glöddust mjög þegar ævaforn steinhringur fannst nýlega – Ekki var allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 05:53

Steinhringurinn góði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjaryfirvöld í Aberdeenskíri í Skotlandi glöddust nýlega þegar „ævaforn“ steinhringur fannst á landareign í sveitarfélaginu. Steinhringir sem þessir eru víða í norðausturhluta Skotlands og eru ævafornir og þykja mjög spennandi.

Það var núverandi eigandi landsins sem vakti athygli bæjaryfirvalda á steinhringnum sem er í Leochel-Cushnie. Steinhringurinn vakti strax athygli fornleifafræðinga og Historic Environment Scotland og fornleifaþjónusta Aberdeenskíris fögnuðu þessum merka fornleifafundi og hófu rannsóknir á staðnum. Hringurinn þótti sérstaklega merkilegur vegna þess hversu lítið þvermál hans var og steinarnir í honum þóttu í minna lagi.

Nýlega gaf fyrrum eigandi umrædds lands sig fram og sagðist hafa útbúið steinhringinn á tíunda áratug síðustu aldar og hafi hann verið eftirlíking af svipuðum steinhring.

Það er fallegt þarna.

Breskir fjölmiðlar hafa eftir Neil Ackerman, sem vinnur við skráningu fornleifa hjá Aberdeenskíri, að það hafi augljóslega verið mikil vonbrigði að heyra þetta en þetta bæti þó áhugaverðum þætti við söguna. Það að steinhringurinn hafi verið svona vel gerður sýni að staðbundin þekking sé til staðar á fornminjum á svæðinu.

„Ég vona að fólk haldi áfram að nota steinhringinn. Hann er ekki ævaforn en hann er á frábærum stað og fellur frábærlega inn í landslagið.“

Steinhringir sem þessir eru oft 3.500 til 4.500 ára gamlir og finnast aðeins í norðausturhluta Skotlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni