fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Pressan

Dýr drepast, dekk bráðna og gróður logar – Skelfilegir hitar í Ástralíu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 10:30

Svona fara dekk í 49 stiga hita. Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver hitabylgjan á fætur annarri hefur skollið á Ástralíu frá áramótum og ekki er útlit fyrir að lát verði á. Samkvæmt spám áströlsku veðurstofunnar, The Bureau of Meterology (BOM) munu hitabylgjur leggjast yfir stóra hluta mið- og austurhluta landsins um næstu helgi með miklum hitum. Það er þó huggun harmi gegn að ekki verður um methita að ræða en þó ekki víðsfjarri þeim.

The Sidney Morning Herald skýrir frá þessu. Segir blaðið að hitinn, sem hefur legið yfir suðurhluta landsins, muni nú færa sig til og leggjast yfir mið- og austurhluta landsins.

Talsmaður BOM sagði í samtali við blaðið að hitabylgjan verði „mjög alvarleg“ en þó sé ólíklegt að hitinn nái þeim methæðum sem hann náði í síðustu viku. Því er spáð að á föstudaginn verði mesti hitinn í Cobar, Griffith, Wagga Wagga og Orange en þar geta íbúarnir vænst allt að 45 stiga hita.

Þótt Ástralir séu ýmsu vanir hvað varðar mikla hita þá er hiti sem þessi ekki daglegt brauð á þessum slóðum og hvað þá þegar hitinn fer yfir 50 stig eins og hann gerði á nokkrum stöðum í síðustu viku.

Þessir miklu hitar auka líkurnar á gróðureldum og hafa yfirvöld í New Southern Wales brugðist við þessu með því að fá auka slökkviflugvél til sín og er hún til reiðu ef eitthvað ber út af.

BBC segir að á miðvikudag í síðustu viku hafi 16 manns verið fluttir á sjúkrahús í suðurhluta landsins þar sem hitinn fór mjög illa í fólkið. En það er ekki bara fólk sem finnur fyrir hitanum því dýrin þjást líka. BBC segir að talið sé að um ein milljóna fiska hafi drepist í ám vegna hitanna. Leðurblökur detta niður úr trjám þar sem þær ná ekki að kæla sig og líða út af vegna hita. Margar aðrar dýrategundir finna einnig fyrir hitanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu

Giftist kjálkalausri uppvakninga brúðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri

Óhugnanleg aðkoma í hlöðunni – Vannærð börn lokuð inni í hundabúri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm

Sögð hafa gefið eiginmanninum frostlög og kveikt í húsinu: Vildi giftast fanga sem afplánar lífstíðardóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“