fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Hundurinn hljóp daglega að heiman eftir andlát eigandans – Dag einn elti sonurinn hann og sá hvert hann fór

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 23:00

Cesur á leið á áfangastað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að missa gæludýr og þetta getur einnig verið erfitt í hina áttina, það er að segja að gæludýrin sakni eiganda síns. Í janúar 2017 lést eigandi hundsins Cesur. Hann hafði verið í eigu Tyrkjans Mehmet Ilhan í tvö ár en Ilhan lést 79 ára að aldri.

Cesur var greinilega algjörlega niðurbrotinn enda höfðu þeir félagar eytt öllum stundum saman því Ilhan þjáðist af alvarlegum sjúkdómi og var lamaður. Hann var fluttur á sjúkrahús í Bursa í Tyrklandi nokkrum dögum fyrir andlátið.

„Þar sem faðir minn var lamaður þróuðu þeir sérstakt samband með sér. Þegar faðir minn lá á sjúkrahúsi undir lokin neitaði Cesur að éta.“

Sagði Ali sonur Ilhahn í samtali við The Dodo.

Þegar lík Ilhan var flutt heim var Cesur við hlið hans allan tímann. Hann gekk fremstur í flokki þegar kistan var síðan borin að kirkjugarðinum og á meðan útförin fór fram stóð Cesur við hlið kistunnar með lotið höfuð.

„Enginn gat komið nálægt honum eða fært hann fyrr en búið var að jarðseta föður minn.“

Cesur er nú með Ali en greinilegt er að hann saknar Ilhan mikið. Eftir að hafa búið hjá Ali í nokkrar vikur tók hann eftir að Cesur hljóp alltaf að heiman þegar hann fór til vinnu. Ali ákvað á endanum að vera heima einn dag og elta Cesur til að sjá hvert hann færi.

Í ljós kom að hann fór í kirkjugarðinn til að heilsa upp á fyrrum eiganda sinn.

„Starfsmenn kirkjugarðsins segja að það fyrsta sem Cesur geri á morgnana sé að fara að gröf föður míns.“

Sagði Ali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls