fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lögreglan bankaði upp á – „Sagði að pabbi minn væri morðingi“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 22:00

Kerri Rawson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var var í lok febrúar árið 2005 sem lögreglumenn knúðu dyra heima hjá Kerri Rawson. Þetta voru menn frá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Þeir voru komnir til að ræða við Kerri og tilkynna henni að faðir hennar hefði verið handtekinn, grunaður um að vera einn þekktasti raðmorðingi síðari tíma.

Kerri hefur ekki rætt þetta mikið fram að þessu en í nýju viðtali við ABC News skýrir hún frá þessu.

Faðir hennar, Dennis Rader, var handtekinn skömmu áður en lögreglumennirnir komu heim til Kerri. Hann er þekktur sem BTK-raðmorðinginn og var ákærður fyrir 10 morð en hugsanlega myrti hann fleiri. Skammstöfunin BTK stendur fyrir „Bind, torture, kill“ (binda, pynta, drepa) og lýsir örlögum fórnarlamba hans. Það tók lögregluna 31 ár og rúmlega 100.000 klukkustunda rannsóknarvinnu að hafa hendur í hári Rader. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum vegna þess hversu langan tíma það tók lögregluna að leysa það og þeirrar miklu vinnu sem var lögð í rannsókn þess.

„Þetta var venjulegur dagur. Ég svaf frameftir. Maðurinn frá FBI spurði mig hvort ég vissi hver BTK væri. Ég spurði: „Ertu að tala um manninn sem er eftirlýstur fyrir mörg morð í Kansas?““

Svona lýsir Kerri fyrsta fundi hennar með FBI. Það sem lögreglumaðurinn sagði næst sló hana algjörlega út af laginu.

„Faðir þinn hefur verið handtekinn, grunaður um morðin.“

Lifði í lygi

Kerri lýsir því í viðtalinu hvernig hún taldi föður sinn vera venjulegan fjölskyldumann fyrstu 26 ár ævi sinnar. Hann gat verið viðskotaillur á stundum en elskaði hana. Hann var í forystusveit kirkju, var skátaleiðtogi og uppgjafarhermaður. Fjölskyldan lifði rólegu lífi, átti hund og börnin höfðu trjákofa í garðinum.

„Ég varð að styðja mig við vegginn. Herbergið snerist fyrir augum mínum. Ég var við að líða út af. Lögreglumaðurinn spurði um föður minn og ég reyndi næstum að finna fjarvistarsönnun fyrir hann. Pabbi minn er bara góður maður.“

Segir hún og bætir við:

„Það var eins og ég hefði lifað í lygi.“

Hún átti erfitt með að sætta sig við faðir hennar, sem hún var svo ánægð með, væri einnig raðmorðingi. Hann myrti eitt fórnarlamba sína þegar móðir Kerri var gengin þrjá mánuði með hana. Hún man sjálf eftir fjölmiðlaumfjöllun um nokkur málanna.

Kerri og Dennis.

Rader, sem er nú 73 ára, var dæmdur í tífalt lífstíðarfangelsi. Hann getur sótt um reynslulausn árið 2180 en væntanlega endist honum ekki aldur til þess.

Hann játaði morðin við réttarhöldin sem fóru fram 2005. Fyrsta morðið framdi hann 1974 þegar hann myrti Joseph og Julie Otero og tvö af fimm börnum þeirra. Síðar þetta sama ár myrti hann konu og tvær 1977. Síðasta morðið framdi hann 1991.

Fyrir dómi sagði Rader að hann hefði myrt fólkið til að fullnægja kynferðislegum draumum sínum.

Fórnarlömb BTK.

Morðin og morðvettvangarnir voru yfirleitt um margt sérstakir. Rander skar símasnúrurnar heima hjá fórnarlömbunum yfirleitt í sundur áður en hann myrti þau. Hann setti sig oft í samband við lögregluna og fjölmiðla með því að senda þeim bréf. Þrátt fyrir að síðasta morðið hafi hann framið 1991 sendi hann lögreglunni bréf 2004. Það var einmitt það sem varð honum að falli og leiddi til handtöku hans.

„Þú verður að vera við stjórnvölinn, hann færðu með því að binda fólkið. Það var stór hluti af þessu fyrir mig. Kynferðislegir draumar mínir eru að ef ég ætla að drepa eða gera fórnarlömbunum eitthvað verða þau að vera bundin. Í draumum mínum var ég með svona pyntingarklefa. Til að láta kynferðislega drauma rætast verður þú að drepa.“

Sagði Rander í Dateline á NBC. Þar sagði hann einnig að hann hafi undirritað bréfin til lögreglunnar og fjölmiðla með ýmsum hætti, þar á meðal Poetic Strangler, the Wichita Strangler og BTK Strangler. Hann sagðist einnig telja að hann væri andsetinn.

„Ég finn ekki aðrar skýringar. Ég get ekki stoppað þetta. Þeir stjórna mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“