fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Morðótt ungmennagengi í Svíþjóð – Þrjár unglingsstúlkur ákærðar fyrir morð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 19:00

Unglingsstúlkurnar. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur örugglega ekki farið framhjá mörgum að mikil óöld hefur ríkt víða í Svíþjóð undanfarin misseri þar sem tugir manna hafa verið skotnir til bana. Í Gautaborg komst lögreglan á slóð níu manna hóps á síðasta ári sem er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti einn og að hafa skipulagt að minnsta kosti eitt morð til viðbótar. Í hópnum eru þrjár unglingsstúlkur. Hópurinn beitti nútímatækni til að fylgjast með fórnarlambi sínu og væntanlegu fórnarlambi.

Þann 20. maí á síðasta ári var 32 ára karlmaður skotinn til bana með Kalasjnikov vélbyssu þar sem hann sat undir stýri á bíl sínum í Guldheden í Gautaborg. 11 skotgöt voru á bílnum og lögreglan fann 17 skothylki í námunda við hann.

Við vettvangsrannsókn fann lögreglan strax fjölda mikilvægra sönnunargagna en eitt það mikilvægasta fannst ekki fyrr en sex vikum síðar. Þá settu sérfræðingar lögreglunnar bíl fórnarlambsins upp á lyftu og skoðuðu undirvagninn vel. Þá sáu þeir svartan hlut sem var festur með seglum við undirvagninn. Hluturinn var nærri öðru afturhjólinu og þannig staðsettur að ómögulegt var að sjá hann nema taka bílinn upp á lyftu. Þessi litli svarti hlutur reyndist vera gps-staðsetningartæki sem sendir staðsetningu sína í gsm-síma.

Svona lentu kúlurnar í bíl hins látna. Mynd:Sænska lögreglan

Staðsetningartæki sem þessi byrjuðu síðan að finnast í hverju morðmálinu á fætur öðru í Svíþjóð á síðasta ári. Þau fundust undir bílum fórnarlamba og undir bílum fólks sem talið er að átt hafi að myrða. Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að tæki sem þessi hafi fundist í tengslum við margar skotárásir í Stokkhólmi undanfarið.

En það sem gerendurnir hafa kannski ekki alltaf áttað sig á er að staðsetningartækin og símarnir skilja eftir sig rafræn spor sem er hægt að rekja. Í fyrrgreindu máli náði lögreglan síðan að rekja sig áfram og komast að því að einstaklingur í Gautaborg hafði keypt 30 svona staðsetningartæki frá Kína.

Níu manns ákærðir

Í síðustu viku gaf saksóknari út ákæru á hendur níu manns fyrir fyrrnefnt morð og áætlun um að myrða annan mann. Sá fann staðsetningartæki á bíl sínum þegar hann var á verkstæði eftir að skotið hafði verið á hann en hann slapp ómeiddur frá þeirri árás.

Meðal hinna ákærðu eru þrjár unglingsstúlkur. Ein þeirra, 17 ára, er ákærð fyrir morð ásamt tvítugum unnusta sínum. Ákæran er byggð á myndefni úr eftirlitsmyndavélum, upplýsingum úr farsímum hinna ákærðu og framburði vitna. Auk þess lagði lögreglan hald á skotvopn og skotfæri við rannsókn málsins.

GPS-staðsetningartæki sem hópurinn notaði.

Stúlkurnar eru sagðar hafa séð um að flytja vopn á milli staða í bláum IKEA-poka. Vopnin voru geymd í skáp á aðallestarstöðinni í Gautaborg auk fatnaðar. Samkvæmt ákærunni fékk fólkið greitt fyrir að myrða manninn en 17 ára stúlkan og unnusti hennar fengu umslag með 50.000 sænskum krónum daginn eftir morðið. Samið hafði verið um að þau ættu að fá 100.000 krónur en þau fengu aðeins helming þeirrar upphæðar þar sem þau skiluðu morðvopninu ekki. Meðal sönnunargagna er ljósmynd af unglingsstúlkunum að telja peningana.

Eftir að hafa fengið greitt fyrir morðið fór unga parið og eyddi hluta þeirra í kaup á nýjum fatnaði og skóm og greiddu fyrir með reiðufé. Maðurinn er einnig ákærður  fyrir að hafa undirbúið annað morð og nauðgun á barni því við rannsókn málsins kom í ljós að hann hafði stundað kynlíf með 13 ára stúlku en slíkt telst nauðgun samkvæmt sænskum lögum. Parið neitar sök í málinu.

Réttarhöldin hefjast í febrúar og er þess vænst að þau muni standa yfir í um 10 vikur. Hin ákærðu eru á aldrinum 16 til 20 ára og flest frá Stokkhólmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls