fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Ógeðfelld Óskarstilnefning

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir James Bulger, tveggja ára pilts sem var numinn á brott úr verslunarmiðstöð í bænum Bootle á Englandi árið 1993 og myrtur á hrottafenginn hátt, er afar óhress við að mynd um atburðinn hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna.

Málið er eitt umtalaðasta sakamál Bretlands en tveir tíu ára piltar, Robert Thompson og Jon Venables, játuðu að hafa myrt litla drenginn.

Myndin sem um ræðir, Detainment, var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmyndin og varpar hún meðal annars ljósi á yfirheyrslur yfir piltunum. Ekkert samráð var haft við aðstandendur Bulger litla og er móðir hans, Denise Fergus, afar ósátt við það.

Denis sagði eftir að tilkynnt var um tilnefningarnar að það væri „ógeðfellt“ að tilnefna slíka mynd til æðstu verðlauna kvikmyndaheimsins. Sagði hún að það væri eitt að gera svona mynd án þess að hafa samband við aðstandendur og annað að þurfa að horfa upp á drengina lýsa síðustu andartökunum í lífi Bulger litla.

Drengirnir hittu Bulger í verslunarmiðstöð og hafði hann orðið viðskila við móður sína í eitt andartak. Þeir leiddu piltinn út úr verslunarmiðstöðinni og fannst lík piltsins við lestarteina í nágrenninu tveimur dögum eftir morðið.

Áður en tilkynnt var um tilnefningarnar var blásið til undirskriftarsöfnunar þar sem aðstandendur Óskarsverðlaunahátíðarinnar voru hvattir til að sniðganga myndina. Tæplega hundrað þúsund manns höfðu skrifað undir áskorunina.

Leikstjóri myndarinnar, Vincent Lamble, segist skilja það að aðstandendur Bulger séu ósáttir. „En að sama skapi vona ég að þau skilji að ástæða þess að myndin var gerð varð að varpa ljósi á hugarheim þessara tveggja pilta sem frömdu þennan hræðilega glæp. Hvað fær þá til að fremja þennan glæp? Ef við öðlumst ekki skilning á því er ég hræddur um að þetta muni endurtaka sig,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls