fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lamaðist eftir að hafa klappað villiketti – Missti stjórn á hægðum og þvaglátum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. janúar 2019 11:00

Gemma Birch.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það reyndist ungri breskri konu, Gemma Birch, dýrkeypt að klappa villiketti þegar hún var í fríi í Portúgal 2014. Hún fékk bakteríusýkingu af kettinum og lamaðist og gat ekki gengið í fjóra mánuði. Auk þess missti hún stjórn á hægðum og þvaglátum vegna sýkingarinnar.

Sýkingin sem hún fékk nefnist Guillain-Barré heilkennið en það getur verið banvænt. Hún komst í tæri við köttinn á hótelinu sem hún gisti á í Albufeira. Á síðasta deginum í Portúgal byrjaði hún að kasta viðstöðulaust upp. Það leið yfir hana í flugvélinni á leiðinni heim og var hún flutt á sjúkrahús í skyndingu eftir því sem segir í umfjöllun Mirror.

Gemma á góðri stundu.

Rannsóknir leiddu í ljós að hún var með kamfýlóbakter en það er baktería sem er stundum í kjúklingum. Gemma var útskrifuð af sjúkrahúsinu eftir viku en faðir hennar fór aftur með hana þangað í skyndingu um miðja nótt eftir að hún missti tilfinningu í fótunum. Hún var þá greind með Guillain-Barré heilkennið en það veldur því að ónæmiskerfi líkamans ræðst á taugakerfið.

Næstu fjórum mánuðum eyddi Gemma í endurhæfingu til að geta gengið á nýjan leik. Hún náði sér ekki að fullu fyrr en eftir 14 mánuði.

„Ég varð að treysta á hjúkrunarfræðinga til að komast á klósettið og baða mig. Ég hafði enga stjórn á hægðum né þvagi og gat ekki notað handleggina því þeir voru svo veikburða.“

Hún segist vera hrædd við villiketti eftir þetta en láti þetta ekki aftra sér frá að klappa gæludýrum í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni