fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Vara við uppþotum og óeirðum í kjölfar Brexit

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háttsettir embættismenn innan Evrópusambandsins segja hættu á uppþotum og óeirðum í Bretlandi í kjölfar útgöngu Breta úr ESB í lok mars. Þeir segja að óstöðugleiki muni einkenna Bretland næstu áratugina í kjölfar útgöngunnar. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu ESB sem var gerð fyrir æðstu embættismenn sambandsins og breska ríkisstjórnin mun fá aðgang að.

Daily Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að embættismenn ESB hafi varað við uppþotum og óeirðum og segi  slíkt óhjákvæmilegt, óháð útkomunni í þeirr harðlæstu pólitísku stöðu sem nú er uppi. Í skýrslunni kemur einnig fram að líklegt megi teljast að á næstu 18 mánuðum verði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslna í Skotlandi og á Norður-Írlandi um sjálfstæði frá Bretlandi.

Mirror hefur eftir embættismanni innan ESB að það sé mat sérfræðinga að ofbeldi sé nær óhjákvæmilegt næstu árin sama hvernig fer.

„Þeir hafa áhyggjur af að ef núverandi samningur verður samþykktur muni hægrimenn láta til sín taka. Ef enginn útgöngusamningur verður muni allir láta til sín taka. Ef það verður önnur þjóðaratkvæðagreiðsla munu hægrimenn láta til sín taka. Hægrivængur stjórnmálanna er mesta áhyggjuefnið.“

Skýrslan er byggð á upplýsingum frá leyniþjónustum aðildarríkja ESB nema hvað breska leyniþjónustan MI5 kom ekki að gerð hennar. Æðstu menn aðildarríkja sambandsins, þar á meðal Theresa May forsætisráðherra Bretlands, hafa fengið skýrsluna afhenta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig