fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Skar getnaðarliminn af eiginmanninum og henti honum út á akur – Nú skýrir hún frá sinni hlið málsins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. febrúar 2019 19:00

Lorena Bobbitt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ástarsaga úr nútímanum: Strákur hittir stelpu, strákurinn verður ástfanginn af henni, hann kvænist stelpunni, stelpan sker getnaðarlim hans af.“

Svona er innihaldi nýrrar heimildamyndaþáttaraðar lýst í kitlu hennar. Þáttaröðin fjallar um atburði sem áttu sér stað þann 24. júní 1993 og komust i heimsfréttirnar. Þáttaröðin heitir Lorena eftir annarri aðalpersónu þáttanna, Lorena Bobbitt en hin aðalpersónan er John Wayne Bobbitt.

Málið snýst um að Lorena gerði svolítið sem óhætt er að segja að megi flokka sem verstu martröð flestra karla. Hún fór inn í eldhús, náði sér í hníf, gekk inn í svefnherbergið þar sem John Wayne svaf og skar getnaðarlim hans af. Því næst settist hún upp í bíl sinn, fór í bíltúr og henti afskornum getnaðarliminum út um glugga og lenti hann á akri.

Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda mjög sérstakt.

Í þáttunum er rætt við Lorena sem fer yfir atburðarásina og réttarhöldin sem fylgdu í kjölfarið. Hún lítur á sig sem fórnarlamb kynjamisréttis og það er einmitt það sjónarhorn sem þáttaröðin er unnin út frá.

Við réttarhöldin byggðist vörn hennar á að hún hafi verið þolandi ofbeldis og kynferðisofbeldis af hálfu John Wayne. Það hafi verið sjálfsvörn og neyðarréttur að skera getnaðarliminn af honum. Hún var sýknuð á grundvelli tímabundinnar geðveiki, sem hún var haldin, og þess að John Wayne hafði beitt hana kynferðisofbeldi.

En það fór ekki mikið fyrir sjónarhorni Lorena á sínum tíma og er þáttaröðinni ætlað að breyta því og koma hennar sjónarmiðum á framfæri.

John Wayne Bobbitt.

Joshua Rofe, leikstjóri, sagði í samtali við Variety að í hans augum væri Lorena hið fullkomna dæmi um manneskju sem hefur verið misþyrmt gróflega og heimurinn hafi ekki beint sjónum að upplifun hennar heldur því sem hún gerði til að bregðast við þessum upplifunum.

„Mitt mat er að það sem hún gerði hafi einfaldlega verið barátta fyrir lífinu. Þetta var einfaldlega sjálfsvörn.“

Í tengslum við gerð þáttanna fór Lorena yfir stóran hluta þeirra fjölmiðlaumfjöllunar sem var um málið á sínum tíma og er ekki sátt við hvernig umfjöllunin var.

„Þeir notuðu mig sem brandara og það er sorglegt. Það særði mig að fólk sá ekki hvað hafði gerst í raun og veru. Ég vissi ekki hvernig ég átti að takast á við þetta þá. Í stað þess að alvarleg umræða færi fram um heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi snerist þetta um kynfæri John.“

Hvað varðar John Wayen Bobbitt og getnaðarlim hans þá fundu lögreglumenn liminn á akrinum eftir umfangsmikla leit. Hann var saumaður á John Wayne og frá 1994 til 1996 lék John Wayne í nokkrum klámmyndum þar sem virkni ásaumaða getnaðarlimsins sást að sögn vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum