fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Dó hann á Indlandi eða voru þetta þaulskipulögð fjársvik? 

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 4. febrúar 2019 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki með öllu hættulaust að fjárfesta í rafmyntum þó slíkar fjárfestingar hafi í mörgum tilfellum margborgað sig. Eitt nýlegt dæmi frá Kanada sýnir þetta, svart á hvítu. 

Þannig er mál með vexti að fyrirtækið QuadricaCX hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Um er að ræða eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði í Kanada og sýslar fyrirtækið með rafmyntir, stórar og smáar. Gerald Cotton, þrítugur karlmaður, stofnaði fyrirtækið árið 2013 en á dögunum var tilkynnt mjög óvænt um andlát hans.

Fjárfestar áttu sem nemur 190 milljónum Bandaríkjadala í rafmyntum hjá QuadricaCX og er alls óvíst hvort þeir geti endurheimt eitthvað af þessum peningum. Fullyrt hefur verið að Cotton hafi einn haft aðgang að gagnagrunni fyrirtækisins.

Gizmodo, sem sérhæfir sig í fréttum af tæknitengdum málefnum, hefur eftir ekkju hans, Jennifer Robertson, að hún sé með fartölvuna hans en enn sem komið er hafi enginn getað komist inn í gagnagrunninn. Þetta hefur Jennifer sagt í eiðsvarinni yfirlýsingu fyrir dómstólum í Bresku Kólumbíu.

Cotton er sagður hafa látist í desember þegar hann var staddur í fríi á Indlandi. Að sögn glímdi hann við Crohn’s-sjúkdóminn og er andlát hans sagt hafa tengst baráttu hans við sjúkdóminn. Ýmsum samsæriskenningum hefur þó verið fleygt fram og eru margir á því að hann sé ekki látinn. Um hafi verið að ræða þaulskipulögð fjársvik, Cotton hafi látið sig hverfa og hirt það sem búið var að leggja í fyrirtækið. Það sé afar hæpið að svo miklir hagsmunir standi og falli með einum einstaklingi.

„Þeir hafa skilið okkur eftir í myrkrinu,“ segir fjárfestir í Calgary við Gizmodo, en sá átti sem nemur 15 þúsund dollurum í QuadricaCX. Hann hefur ekki getað hreyft myntina sína undanfarnar vikur og alls staðar komið að lokuðum dyrum.

Stjórnarformaður Kraken, sem sérhæfir sig í viðskiptum með rafmyntir og samkeppnisaðili QuadricaCX í Kanada, hefur hvatt lögregluna í Kanada til að rannsaka málið. Segir hann að um mjög furðulega og hreinlega ótrúlega sögu sé að ræða og vísar hann þá í söguna um dauða Cotton og týnda aðganginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum