fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Drengirnir fundu niðurgrafinn bíl – Lykillinn að lausn 40 ára sakamáls

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 07:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1978 flutti fjölskylda nokkur í nýtt og fallegt raðhús í útjaðri Los Angeles í Bandaríkjunum. Fjölskyldan samanstóð af hjónum og tveimur sonum þeirra. Húsið var nýtt og umhverfið spennandi og heillaði drengina enda endalaust hægt að leika úti og rannsaka nýja umhverfið.

Dag einn datt drengjunum í hug að grafa holu í garðinum. Það vakti litla hrifningu foreldranna en þeir gleymdu pirringi sínum fljótt þegar þeir sáu hvað drengirnir höfðu grafið niður á. Þegar skófla þeirra rakst í eitthvað hart var það upphafið að sögu sem átti eftir að vekja mikla athygli um allan heim.

Það sem þeir höfðu grafið niður á reyndist vera Ferrari bíll!

Foreldrar þeirra trúðu að vonum ekki eigin augum en urðu auðvitað að gera það. Þeir hringdu í lögregluna sem mætti á staðinn með vinnuvél og gróf bílinn upp. Inni í bílnum var leður og handklæði. Þegar hann var opnaður gaus hræðileg lykt upp og áhyggjurnar sóttu strax á nærstadda. Var lík í bílnum?

Bíllinn var grafinn alveg upp og rannsakaður hátt og lágt en sem betur fer var ekkert lík í honum. Hér var um Ferrari Dino 246 GTS sportbíl að ræða, árgerð 1974. Hann hafði verið grafinn þar sem áður var sundlaug sem tilheyrði húsinu sem stóð áður á lóðinni. En ekkert var vitað um af hverju bíllinn var þarna eða hver eða hverjir höfðu komið honum fyrir.

Lögreglan fann fljótlega út úr því hver var skráður eigandi bílsins. Samkvæmt skrám lögreglunnar höfðu tveir eldri menn tilkynnt að bílnum hefði verið stolið á meðan þeir sátu að snæðingi á veitingastað í Los Angeles. Lögregluna grunaði að bílþjófurinn/þjófarnir hefðu ætlað að geyma bílinn þarna um hríð og síðan sækja hann en eitthvað hafi komið í veg fyrir það og því hafi bíllinn enn verið þarna 1978 þegar drengirnir grófu niður á hann.

En það dró ekki úr ráðgátunni að mennirnir tveir, sem tilkynntu hvarf bílsins, voru horfnir og var ekkert vitað um hvar þeir væru niðurkomnir. Tryggingafélagið, sem hafði greitt bætur í kjölfar bílþjófnaðarins, neyddist til að selja hann hæstbjóðanda til að fá eitthvað upp í kostnað sinn. Það var Brad Howard sem keypti bílinn á um 8.000 dollara en það er lítilræði miðað við verðmæti bílsins. Hann lét ástand bílsins ekki hræða sig og tókst að koma honum í gott stand með aðstoð bifvélavirkja. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast þá var vél bílsins í toppstandi eftir dvölina ofan í jörðinni.

Síðan gerðist ekkert í málinu í nokkur ár. Þá fjallaði bílablað um málið og ræddi við Brad sem sagði hvernig hann hefði komist yfir hann. Þetta vakti athygli Greg Sharp, blaðamanns hjá AutoWeek, og hélt hann áfram að kafa ofan í málið.

Eftir töluverða rannsóknarvinnu komst hann að því að afbrot hafði átt sér stað en í allt öðru formi en lögreglan taldi. Mennirnir tveir, sem áttu bílinn, höfðu orðið gjaldþrota og höfðu ekki efni á að eiga bílinn en þeir voru svo ánægðir með hann að þeir vildu alls ekki láta hann frá sér. Af þeim sökum ákváðu þeir að „leggja“ honum í tómu sundlauginni og hylja með mold. Þetta átti að gera þeim kleift að fá tryggingafé greitt fyrir bílinn en um leið gátu þeir átt hann áfram. Þeir fengu síðan greitt frá tryggingunum en af hverju bíllinn var aldrei sóttur er enn ekki vitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls