fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Harmleikur á Englandi – Heyrði skaðræðisöskur barnanna á meðan þau urðu eldinum að bráð

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 15:40

Systkinin fimm. Aðeins það yngsta lifði af.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfilegur harmleikur átti sér stað í Englandi í nótt þegar íbúðarhús varð alelda. Í húsinu bjuggu hjón ásamt fimm börnum sínum. Fjögur barnanna létust í harmleiknum. Frá þessu er greint á vef The Daily Mail.

Börnin sem létust voru 8, 6, 4 og 3 ára. Foreldrarnir sluppu ásamt yngsta barninu.

Vinir fjölskyldunnar eru harmi slegnir og hafa lagt tuskudýr og blóm við vettvanginn til að minnast þeirra látnu.

Nágranni fjölskyldunnar, Wendy Pickering, hefur líst því hvernig hún heyrði skaðræðisöskur barnanna á meðan þau urðu eldinum að bráð.

„Þau voru öll yndisleg, hamingjusöm og hress og full af gleði.  Einn drengjanna fylgist gjarnan með mér þegar ég var að viðra hundinn minn og vinkaði mér frá svefnherbergisglugga sínum.“

„Ég get ekki trúað því að þau séu látin. Þessi börn voru alveg ofboðsslega mikil krútt. Þetta er hörmulegt.“

Á miða við brunarústirnar, við hlið tuskudýrs, stendur : „Hvílið í friði litlu börn, lífið er grimmt. Hugur okkar er með fjölskyldunni á þessum erfiða tíma.“

Talið er að móðir barnanna hafi náð að koma sér út úr logandi húsinu og kallað á aðstoð nágranna. Faðir barnanna stökk í kjölfarið út um gluggan, með yngsta barnið í fanginu.

Upptök eldsins eru talin hafa verið í einu barnaherberginu.

 

Húsið varð fljótt alelda og fjögur börn létust.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls