fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Harmleikur á Englandi – Heyrði skaðræðisöskur barnanna á meðan þau urðu eldinum að bráð

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 15:40

Systkinin fimm. Aðeins það yngsta lifði af.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfilegur harmleikur átti sér stað í Englandi í nótt þegar íbúðarhús varð alelda. Í húsinu bjuggu hjón ásamt fimm börnum sínum. Fjögur barnanna létust í harmleiknum. Frá þessu er greint á vef The Daily Mail.

Börnin sem létust voru 8, 6, 4 og 3 ára. Foreldrarnir sluppu ásamt yngsta barninu.

Vinir fjölskyldunnar eru harmi slegnir og hafa lagt tuskudýr og blóm við vettvanginn til að minnast þeirra látnu.

Nágranni fjölskyldunnar, Wendy Pickering, hefur líst því hvernig hún heyrði skaðræðisöskur barnanna á meðan þau urðu eldinum að bráð.

„Þau voru öll yndisleg, hamingjusöm og hress og full af gleði.  Einn drengjanna fylgist gjarnan með mér þegar ég var að viðra hundinn minn og vinkaði mér frá svefnherbergisglugga sínum.“

„Ég get ekki trúað því að þau séu látin. Þessi börn voru alveg ofboðsslega mikil krútt. Þetta er hörmulegt.“

Á miða við brunarústirnar, við hlið tuskudýrs, stendur : „Hvílið í friði litlu börn, lífið er grimmt. Hugur okkar er með fjölskyldunni á þessum erfiða tíma.“

Talið er að móðir barnanna hafi náð að koma sér út úr logandi húsinu og kallað á aðstoð nágranna. Faðir barnanna stökk í kjölfarið út um gluggan, með yngsta barnið í fanginu.

Upptök eldsins eru talin hafa verið í einu barnaherberginu.

 

Húsið varð fljótt alelda og fjögur börn létust.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?