fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Lést eftir að rafretta sprakk

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaður lést í hryllilegu slysi þegar rafretta, sem hann var að nota, sprakk. Þetta kemur fram á vef CBS í Dallas, Bandaríkjunum.

Slysið átti sér stað í lok janúar. William var alinn upp af ömmu sinni, Alice Brown, en jarðarförin hans verður haldin í þessari viku.

„Hann átti framtíðina fyrir sér, heilt líf til að lifa“ sagði Alice.

Samkvæmt réttarmeinafræðingi lét Willam lífið eftir heilablóðfall sem rekja má til slagæðablæðingar í kjölfar sprengingarinnar.

Willliam var í bílnum sínum fyrir utan rafrettuverslun. Hann hafði ekki verið að versla í búðinni heldur að leita sér aðstoðar við að nota rafrettu af gerðinni Mechanical Mod. Verslunarstjóri búðarinnar segir að þeir bjóði ekki upp á þá tegund af rafrettum því áður hafa komið upp vandamál tengd notkun á slíkum rafrettum. Það var verslunarstjórinn sem fann Willam við illan leik á bílastæðinu og hringdi þá samstundis eftir sjúkrabíl.

William var fluttur á sjúkrahús þar sem honum var haldið sofandi. Á röntgen myndum mátti sjá hvar bútar úr rafrettunni voru fastir inni í hálsi hans. Samkvæmt fjölskyldu Willams tóku læknarnari óskiljanlega ákvörðun um að framkvæma ekki aðgerð til að fjarlægja rafrettuhlutana, en amma Willams telur að slík aðgerð hefði getað bjargað lífi hans. Tveimur dögum eftir slysið var hann úrskurðaður látinn.

„Þetta er morð. Hann var ekki einu sinni orðinn 25 ára gamall. Hann hefði átt að lifa löngu og góðu lífi,“ sagði Alice. Hann hefði lifað af ef þeir hefðu framkvæmt aðgerðina, að hennar mati.

Samkvæmt rannsóknaraðilum slyssins má rekja sprenginguna til rafhlöðu rafrettunnar, eða svo segir Alice. Hún hefur ákveðið að kæra ekki atvikið, enda geti engin kæra fært henni barnabarnið til baka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum