fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Lést eftir að vera neydd til að dvelja í kofa á meðan hún hafði á klæðum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 21:30

Dæmi um blæðingarkofa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Nepal er hefð fyrir því að konum og stúlkum sé útskúfað, tímabundið, úr samfélaginu á meðan þær eru á blæðingum.  Ung kona, Parwati Bogati, lést á dögunum eftir veru í svokölluðum blæðingakofa, en talið er að hún hafi kafnað eftir að kveikja eld í kofanum til að verma sér við.  Frá þessu er greint í Kathmandu Post.

Hefðin, sem kallast Chhaupadi, felst í því að konum sem hafa nýverið fætt barn eða eru á blæðingum er gert að yfirgefa heimili sín þar til blæðingunni líkur. Blæðandi konur eru taldar ósnertanlegar og óhreinar og talið að þær kalli ógæfu yfir fjölskylduna, fái þær að dvelja, blæðandi, á heimilum sínum. Yfirvöld í Nepal bönnuðu Chhaupadi árið 2005 og fylgdu því svo eftir árið 2017 þegar brot gegn banninu var gert refsivert. Þrátt fyrir þetta lifir hefðin enn góðu lífi og ekki þykir fátítt að konur verið fyrir árásum og láti jafnvel lífið á meðan þær dvelja í blæðingarkofum.

„Sama hvað þá leyfir samfélagið okkar ekki konum að sofa heima hjá sér á meðan á blæðingum stendur,“ sagði Laxmi, tengdamóðir Parwati, en það var hún sem kom að tengdadóttur sinni látinni.

Í janúar lét móðir ásamt tveimur börnum sínum lífið eftir veru í blæðingarkofa og í júní í fyrra lést táningur eftir að eiturslanga beit hana á meðan hún var í mánaðarlegri túr-útskúfun.

Íhaldssamt fólk í samfélögum í Nepal hefur ekki viljað láta af þessari háttsemi, þrátt fyrir að fangelsisvist og sektir liggi við broti gegn banninu. Þeir telja að guð verði reittur til reiði, snerti blæðandi kona karlmann, eða komi inn í eldhús og musteri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum