fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Ótrúleg ráðgáta – Hvað kom fyrir níumenningana?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 06:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar bækur, heimildamynir og allt að 75 kenningar sem snúast um allt frá veiðiþjófum og dularfullum hljóðum til geimvera. En þrátt fyrir allt þetta hefur enginn komist nærri því að upplýsa hvað kom fyrir níu manns sem létust á dularfullan hátt í rússnesku Úralfjöllunum fyrir 60 árum. Rússnesk yfirvöld hafa ákveðið að setja sérstakan rannsóknarhóp á laggirnar sem á að komast til botns í málinu í eitt skipti fyrir öll.

The Times skýrir frá þessu. En til að átta okkur betur á hvað það er sem Rússar vilja komast til botns í verðum við að fara aftur til 1959. Þá lögðu níu þaulvanir göngumenn, sjö karlar og tvær konur, af stað í 300 km langa skíðagöngu í Úralfjöllunum. Þegar ekkert hafði heyrst til þeirra um miðjan febrúar var leitarflokkur sendur af stað. Það sem leitarflokkurinn fann var upphafið á ráðgátu sem er enn óleyst og hefur verið mikið til umræðu alla tíð síðan.

Fyrst fundu leitarmenn tjald sem nímenningarnir höfðu haft meðferðis. Það hafði verið skorið upp innan frá. Inni í því var fatnaður göngufólksins og skór. Skömmu síðar fundust fjórir göngumenn látnir um 1,5 km frá tjaldinu. Þeir voru mjög illa klæddir. Líkin lágu við hliðina á litlu báli. Í mars 1959 fannst fimmta líkið og í maí fundust fjögur síðustu líkin. Þau voru í fatnaði sem hafði meðal annars verið tekin af fyrstu fjóru líkunum sem fundust. En hvað varð fólkinu að bana?

Tjald níumenninganna.

Læknar töldu að flestir hefðu látist af völdum kulda en þrjú lík voru með svo mikla höfuðáverka að læknarnir sögðu í skýrslum sínum að slíka áverka hefði aðeins verið hægt að fá við atburði á borð við bílslys eða sprengingu.

Vettvangsrannsókn leiddi í ljós að níumenningarnir höfðu yfirgefið tjaldið saman í einum hóp, fótspor í snjónum sýndu það. Engin ummerki voru um átök. Málið leystist aldrei og er enn óleyst.

Það að málið var óleyst ýtti undir sögusagnir og kenningar um hvað gæti hafa gerst. Ein þeirra var að Mansifólkið, sem býr nærri vettvangi, hafi ráðist á níumenningana en því var fljótt vísað á bug enda var Mansifólkið hvergi nærri vettvanginum á þessum tíma. Síðan undu kenningarnar upp á sig og voru þær settar fram í blaðagreinum, bókum og sjónvarpsþáttum. Rússnesk yfirvöld vita um 75 slíkar kenningar, meðal annars að geimverur hafi drepið fólkið, að leynilegt vopn hersins hafi drepið það og að veiðiþjófar hafi verið að verki. Nýjasta kenningin var sett fram í bókinni Dead Mountain en höfundur hennar Donnie Eichar veltir því upp þar hvort hljóð, sem vindurinn myndaði, hafi hrætt fólkið og þau lagt á flótta.

En nú ætla rússnesk yfirvöld að komast til botns í málinu og verða sérfræðingar fengnir til að rannsaka þrjár líklegustu kenningarnar að mati yfirvalda. Þær snúast allar um náttúrufyrirbæri sem gætu hafa orðið fólkinu að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls