fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Ríku krakkarnir í Venesúela: Elítan hefur það gott meðan hinir svelta

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 22:00

Chavez yfirgaf landið árið 2016 eftir að hafa birt umdeilda mynd af sér á samfélagsmiðlum. Hér sést hún með poppstjörnunni Justin Bieber.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að staða mála í Venesúela sé grafalvarleg. Efnahagur landsins er í rúst, pólitískur óstöðugleiki er mikill en það versta er að margir eiga í stökustu vandræðum með að brauðfæða sig og sína. Neyðin í landinu er mikil.

Sjá einnig: Hryggðarmyndin Venesúela

Þó að margir eigi erfitt í Venesúela á það ekki við um alla. Elíta landsins, þeir sem voru svo heppnir að fæðast inn í réttar fjölskyldur, ef svo má segja, hefur það býsna gott. Á samfélagsmiðlum á borð við Instagram má meðal annars sjá ríku krakkana í Venesúela sitja fyrir á myndum með poppstjörnum. Ungmennin eru ekki feimin við að birta myndir af peningaseðlum eða lúxusfríum á glæsihótelum.

Elsta dóttir Hugo Chavez, fyrrverandi forseta Venesúela sem lést árið 2013, er sögð eiga allt að fjóra milljarða Bandaríkjadala sem geymdir eru á reikningum í evrópskum bönkum. Fjórir milljarðar dala er upphæð sem nemur hátt í 500 milljörðum króna. Dóttirin, Maria Gabriela, er líklega ríkasta kona Venesúela. Maria gegnir stöðu sendiherra Venesúela gagnvart Sameinuðu þjóðunum.

Yngri systir hennar, Rosines Chavez, hefur dvalið í Frakklandi undanfarin misseri eftir að hafa yfirgefið Venesúela árið 2016. Hún yfirgaf landið skömmu eftir að hafa birt mynd af sér þar sem hún hélt á miklu magni af peningaseðlum. Á sama tíma vinna kennarar nánast launalaust þar sem launin þeirra duga ekki fyrir helstu nauðsynjum vegna óðaverðbólgu.

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, var gagnrýndur harðlega í september síðastliðnum þegar myndir birtust af honum í glæsiveislu með stjörnukokkinum Salt Bae. Heima fyrir, í Venesúela, getur hinn venjulegi launþegi ekki keypt kjöt. Nokkrum mánuðum áður voru stjúpsynir Maduro, Yoswa Gavidia Flores og Walter Gavidia Flores, gagnrýndir harðlega eftir að í ljós kom að þeir höfðu dvalið í átján nætur á Ritz-hótelinu í París. Kostnaðurinn hljóp á mörgum milljónum, en nóttin á umræddu hóteli kostar um hundrað þúsund krónur á manninn. Hótelreikningurinn var á við mánaðarlaun tvö þúsund óbreyttra borgara í Venesúela.

Stjúpsynirnir hafa einnig sést á fokdýrum veitingahúsum og í skartgripabúðum á meginlandi Evrópu, á Spáni til dæmis.

Sem betur fer fyrir Maduro hefur sonur hans, Nicolacito, haft hægar um sig. Það eina umdeilda sem hann hefur tekið upp á er að hóta að Donald Trump að „skjóta upp New York“ ef bandaríski herinn myndi ráðast inn í landið.

Eins og fyrr segir ríkir neyðarástand á mörgum heimilum í Venesúela. Mail Online greindi frá því í gær að dæmi væru um að börn sveltu í landinu, þau seld til barnaníðinga af örvæntingarfullum foreldrum eða hreinlega yfirgefin. Blaðamaður Mail Online, Nick Fagge, hefur dvalið í Venesúela að undanförnu og skrifað um þessa hræðilegu stöðu sem upp er komin í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls