fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Segja að nánustu ráðgjafar Macron vilji eiginkonu hans feiga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 17:00

Brigitte og Emmanuel Macron. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron og eiginkona hans, Brigitte, hafa lengi verið tilefni slúðurs og fréttaflutnings. Það hefur lengi farið í taugarnar á mörgum að Brigitte er 24 árum eldri en eiginmaðurinn. En nú berast fréttir af því að helstu ráðgjafar forsetans séu svo þreyttir á Brigitte að þeir vilji hana helst feiga.

Þetta kemur fram í nýrri bók, Madame La Présidente. Telegraph skýrir frá þessu. Í bókinni kemur fram að ráðgjafar forsetans séu þreyttir á völdum Brigitte og því hversu miklum hún ráði þegar kemur að ákvarðanatöku forsetans.

Í bókinni segir að ráðgjafarnir líti á Brigitte sem keppinaut en þeir eru óvanir að konur veiti þeim samkeppni. Á daginn veita þeir forsetanum ráð og fá hann til að taka ákvarðanir byggðar á þeim en á kvöldin segist hún vera ósammála og hann skiptir um skoðun.

Emmanuel og Brigitte kynntust þegar hann var 15 ára og hún 39. Hún var frönskukennari hans í menntaskóla. Þau hafa verið par síðan hann var 17 ára og hún 41. Eins og fyrr segir hefur samband þeirra oft verið gagnrýnt vegna aldursmunarins og hefur hún verið kölluð öfuguggi og barnaníðingur. En nú eru það áhrif hennar á frönsk stjórnmál sem hún er gagnrýnd fyrir. Í bókinni kemur einnig fram að hún ráði töluverðu um hverjir fái og hafa fengið ráðherrastöður í ríkisstjórn Emmanuel. Ónafngreindur heimildamaður gengur svo langt að segja að Brigitte sé „hægra hvel heila forsetans“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum