fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Slæmar fréttir frá forstjóra Interpol

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 17:30

Jürgen Stock. Mynd:Interpol

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er langt síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir að sigur hefði unnist á hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið. En Jürgen Stock, forstjóri alþjóðalögreglunnar Interpol er ekki sammála Trump í þessu máli.

„Hættan er enn mikil og staðan er flókin. Hættan er enn alþjóðlegri en nokkru sinni.“

Sagði hann í samtali við NBC News.

Trump lýsti yfir sigri í baráttunni við Íslamska ríkið fyrir jól og tilkynnti um leið að hersveitir Bandaríkjanna verði kallaðar heim frá Sýrlandi. Þetta hefur farið illa í marga bandamenn Bandaríkjanna sem hafa áhyggjur af að nú muni hryðjuverkasamtökin hafa frjálsar hendur og geti byggt sig upp á nýjan leik.

Stock er sama sinnis og segist hafa áhyggjur af vígamönnum samtakanna sem hafa snúið aftur heim. Margir þeirra séu bardagareyndir og kunni að búa til sprengjur sem sé hægt að nota til hryðjuverkaárása. Þá hefur hann einnig áhyggjur af öllum liðsmönnum Íslamska ríkisins sem eru í haldi í Sýrlandi og segir að það þurfi að fara vel ofan í saumana á máli hvers og eins áður en þeim er sleppt.

Hann bendir á að erlendir hryðjuverkamenn, frá meira en 100 löndum, hafi tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi og Írak og því sé Íslamska ríkið með stórt og mikið tengslanet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum