fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 18:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að kasta sér út á stefnumótamarkaðinn og kannski enn erfiðara ef langt er síðan að fólk var einhleypt. Það þarf því að fara út í þetta með opnum huga og ekki dæma fólk fyrirfram.

Það er einmitt það sem ekkjan sem hér er fjallað um féll á. Rétt er að hafa í huga að hér er um brandara að ræða, ekki sanna sögu að því að best er vitað.

Konan var 70 ára og langaði til að finna sér einhvern til að ylja sér með á síðkvöldum og veita henni félagsskap utan svefnherbergisins. Hún setti því auglýsingu í staðarblaðið, í henni stóð:

„Leita að félaga! Þarf að vera jafnaldri minn, má ekki eltast við aðrar konur og þarf enn að vera góður í rúminu. Áhugasamir verða að mæta sjálfir á staðinn.“

Næsta dag var dyrabjöllunni hringt. Ekkjan fór til dyra og brá mikið í brún þegar hún sá gráhærðan mann í hjólastól sitja við útidyrnar. Hann var handa og fótalaus. Hún sagði:

„Þú ert ekki að biðja mig um að íhuga að taka upp samband við þig, er það? Þú ert ekki með neina fætur.“ Maðurinn brosti og sagði:

„Þess vegna eltist ég ekki við aðrar konur!“

„En þú ert heldur ekki með hendur!“

Sagði gamla konan og það hnusaði í henni.

Maðurinn brosti aftur og sagði: „Þá ertu örugg um að ég geti ekki lamið þig!“

Ekkjan lyfti annarri augabrúninni, horfði á manninn og spurði: „Ertu góður í rúminu?“

Maðurinn hallaði sér fram, brosti breitt og spurði: „Hvernig heldurðu að ég hafi hringt bjöllunni?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“