fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Trump flutti stefnuræðu sína í nótt – Sáttatónn – Lofar að reisa múrinn margumrædda

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 05:59

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, flutti stefnuræða sínu, State of the Union, fyrir bandaríska þinginu í nótt að íslenskum tíma. Það má segja að ákveðins sáttatóns hafi gætt í ræðunni en um leið sótti hann hart að demókrötum. Hann hóf ræðuna á að segja að Bandaríkjamenn vilji láta „eina þjóð“ stýra sér en ekki „tvo flokka“. Hann sagði þörf á innflytjendakerfi sem er „öruggt“ og fylgi utanríkisstefnu sem setur hagsmuni Bandaríkjanna ofar öllu öðru.

Trump sagðist sannfærður um yfirburði Bandaríkjanna og sagði að ekkert gæti keppt við Bandaríkin.

„Við verðum að taka djarft og hugrakt skref inn í næsta kafla hins bandaríska ævintýris.“

Sagði forsetinn og bætti við:

„Í sameiningu getum við brotist út úr áratugalöngu pólitísku þrátefli. Við getum brúað gamlar deilur, læknað gömul sár, myndað ný bandalög, komið með nýjar lausnir og leyst úr læðingi hina glæstu framtíð Bandaríkjanna. Það er okkar að taka ákvörðun.“

Góður gangur í efnahagslífinu

Trump sagði að hvergi í heiminum væri betri gangur í efnahagslífinu en í Bandaríkjunum. Á þeim tveimur árum, sem hann hefur verið við völd, hafi efnahagurinn tekið vel við sér, svo vel að álíka árangur hafi varla sést áður.

„Við höfum skapað 5,3 milljónir nýrra starfa og ekki má gleyma því að við höfum skapað 600.000 störf í framleiðslu, eitthvað sem nær allir sögðu ómögulegt, en staðreyndin er að við erum rétt að byrja.“

Hann sagði að „efnahagslegt kraftaverk“ sé að eiga sér stað í Bandaríkjunum og það eina sem geti stöðvað það séu „heimskuleg stríð eða fáránlegar rannsóknir byggðar á flokkspólitískum grunni.“ Þar á hann við rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum kosningaframboðs Trump við Rússa.

Þjóðarógn

Trump sagði að demókratar og repúblikanar verði að „taka saman höndum til að takast á við mikla þjóðarógn“.

„Þingið hefur 10 daga til að samþykkja frumvarp sem mun tryggja fjármögnun alríkisins, vernda ættjörðina og tryggja öryggið á suðurlandamærum okkar. Nú er kominn tími til að þingið sýni heiminum að Bandaríkin eru staðráðin í að binda endi á komur ólöglegra innflytjenda og gera samviskulausa fíkniefnasmyglara, eiturlyfjahringi og þá sem smygla fólki atvinnulausa.“

Hér á hann við landamærin að Mexíkó og þá hættu sem hann telur steðja að Bandaríkjunum úr þeirri átt með straumi innflytjenda til landsins. Til að leggja enn frekari áherslu á málstað sinn sagði forsetinn að óteljandi Bandaríkjamenn séu myrtir af ólöglegum innflytjendum ár hvert.

„Á sama tíma þarf bandarískur verkalýður að greiða gjaldið vegna hins mikla straums ólöglegra innflytjenda til lansins, færri störf eru í boði, lægri laun, yfirfullir skólar og sjúkrahús, fleiri afbrot og skaðað félagslegt öryggisnet.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls