fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Ung móðir hvarf sporlaust mánuði eftir að hún eignaðist tvíbura

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur ungrar fjögurra barna móðir óttast mjög um hana eftir að hún hvarf sporlaust mánuði eftir að hafa eignast tvíbura. Konunni sem um ræðir, Savannah Spurlock frá Kentucky í Bandaríkjunum, hefur nú verið saknað í rúman mánuð.

Lögregla hefur rannsakað málið undanfarnar vikur og meðal annars farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Hún sást síðast í mynd yfirgefa bar í Lexington ásamt þremur mönnum seint um nótt þann 4. janúar síðastliðinn. Lögregla ræddi við þessa menn og þeir sögðust hafa farið með hana á heimili eins þeirra um 60 kílómetra í burtu.

Að því er Fox News greinir frá sögðu mennirnir að Spurlock hefði yfirgefið heimilið daginn eftir af sjálfsdáðum. Síðan þá hafi þeir hvorki séð hana né heyrt frá henni. Lögregla hefur ekki getað staðfest þessa frásögn mannanna og liggja þeir undir grun um aðild að hvarfinu.

Bifreið Spurlock, sem eignaðist tvíbura í desember og á fyrir fjögurra og tveggja ára drengi, fannst í Lexington en inni í henni var veskið hennar og jakki. Móðir hennar segir að frásögn mannanna standist ekki. „Ég held að þeir viti meira en þeir segja. Sagan þeirra gengur ekki upp. Hún fór með þeim án peninga, bíllaus, jakkalaus og símalaus.“

Enginn hefur verið kærður fyrir aðild að hvarfinu en leit hefur staðið yfir á opnum svæðum í nágrenninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum