fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Var Hannibal Lecter fyrirmynd hans? Grunur um mannát í Þýskalandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 22:00

Anthony Hopkins í hlutverki Hannibal Lecter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst á síðasta ári var 25 ára kínverskur skiptinemi myrtur í bænum Jena í Thüringen í Þýskalandi. Morðinginn hlutaði líkið í sundur og dreifði líkhlutunum víða um Jena. Morðinginn notaði hamar við ódæðisverkið.

23 ára Víetnami var fljótlega handtekinn grunaður um morðið. Lögreglan taldi í fyrstu að hann hefði myrt Kínverjann til að komast yfir tölvu hans og farsíma en bæði tækin notað hann til að versla á netinu. En nú íhuga saksóknarar aðrar ástæður fyrir morðinu hefur Focus eftir heimildamönnum.

Krufning leiddi í ljós að lifur fórnarlambsins hafði verið skorin úr líkamanum á mjög nákvæman og vandaðan hátt en önnur innyfli voru látin eiga sig. Þetta sama gerði Hannibal Lecter, sem Anthony Hopkins gerði ódauðlegan í kvikmyndinni Lömbin þagna, einnig. Því beinist grunur nú að hvort hinn grunaði hafi verið verið að líkja eftir þessu átrúnaðargoði sínu en hann er sagður mikill aðdáandi Lecter og hafði að sögn eytt miklum tíma í að horfa á myndir og þætti um mannætuna.

Focus segir að hinn grunaði þjáist af andlegum veikindum og hafi engan skilning á hversu hræðilegur verknaður hans sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar

Hrottalegt morð í Kaupmannahöfn kallaði á róttækar vinnuaðferðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“

Svíþjóð – Dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína – Hún vildi „lifa frjáls eins og sænsk kona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól

Falsað krabbameinslyf í umferð í Evrópu – Inniheldur bara parasetamól
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“

Sá fjölskyldu sína myrta aðeins sjö ára gamall og var neyddur í stríð: „Svona lagað hverfur aldrei, þetta er morð á sálina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum