fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Pressan

Var James Brown myrtur skömmu eftir Íslandsheimsóknina? 

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinir, aðstandendur og viðskiptafélagar bandaríska tónlistarmannsins James Brown hafa farið fram á lögreglurannsókn á dauða hans árið 2006. Brown lést þann 25. desember það ár eftir skammvinn veikindi. Hann var 73 ára. Einu og hálfu ári áður hélt Brown tónleika í Laugardalshöll sem voru með þeim síðustu á hans langa og glæsta ferli.

Í umfjöllun CNN kemur fram að minnst þrettán einstaklingar sem allir eru nátengdir Brown hafi farið fram á nýja krufningu á líki hans. Brown fór til tannlæknis þann 23. desember 2006. Brown var veiklulegur og ráðlagði tannlæknirinn hans að hann myndi fara til læknis sem hann og gerði. Tveimur dögum síðar var hann látinn og var opinber dánarorsök sögð lungnabólga og loks hjartaáfall.

Marvin Crawford, læknir sem meðhöndlaði Brown, segir við CNN að það hafi komið honum á óvart hversu hratt honum hrakaði. „Ég spurði hvað hefði eiginlega farið úrskeiðis,“ segir hann.

Vildi ekki krufningu

Andre White, vinur Brown, er sagður hafa haft svo miklar áhyggjur af því að eitthvað gruggut væri á seyði að hann tók með sér blóðsýni úr Brown áður en hann lést. Yamma, dóttir Brown, er einnig sögð hafa hafnað því að krufning færi fram á á líkinu og þá hefur systir hennar, Deanna Brown Thomas, ekki viljað segja hvar jarðneskar leifar hans eru geymdar. Yamma hefur ekki viljað segja hvers vegna hún vildi ekki að krufning færi fram, aðeins að „hún hefði sínar persónulegu ástæður“ eins og það var orðað.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað aðstandendur Brown hafa fyrir sér í þessum efnum. Getgátur hafa verið uppi um að skömmu áður en hann lést hafi Brown viljað skipta um lögmann og endurskoðanda sem báðir höfðu fjárhagslega hagsmuni af því að vinna fyrir Brown. Lögmaðurinn, Buddy Dallas, og endurskoðandinn, David Cannon, hafa ekki tjáð sig um málið en Cannon lést í október síðastliðnum. Hann er sagður hafa haft fjármuni af Brown meðan hann starfaði fyrir hann og átti hann yfir höfði sér kæru vegna þess.

Óupplýst morð

Umboðsmaður hans, Charles Bobbit, var einn í herberginu með Brown þegar sá síðarnefndi lést en Charles lést árið 2017, 87 ára að aldri. Bobbit sagði síðar að Brown hefði sagt við hann: „Ég fer í kvöld.“ Svo dró hann andann djúpt þrisvar áður en hann sofnaði og dó.“ Hafa margir efast um að Brown hafi dáið með þeim hætti sem Bobbit lýsti.

LaRhonda Pettit, dóttir Brown, og tengdasonur hans, Darren Lumar, voru þeirrar skoðunar að Brown hafi verið myrtur. LaRhonda og Darren eru nú bæði látin en Darren var myrtur ári eftir að hann viðraði þessa skoðun sína. Morðið á honum er óupplýst.

Rannsókn CNN hefur einnig leitt í ljós að vinir þriðju eiginkonu BrownAdrienne Brown, telji að hún hafi einnig verið drepin. Adrienne lést árið 1996 eftir að hafa gengist undir lýtaaðgerð. Rannsóknarlögreglumaður sem CNN ræddi við segir að vísbendingar séu um að henni hafi verið gefinn banvænn lyfjaskammtur, vísvitandi. Óvíst er á þessari stundu hvort lögregla rannsaki málið frekar en líkurnar á því hafa ekki minnkað eftir umfjöllun CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall

Keyrðu á 12 ára stúlku – Þegar þeir sáu hver hún var fékk farþeginn áfall
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli

Telja sig hafa fundið annan risastóran gíg undir Grænlandsjökli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin
Fyrir 3 dögum

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm

Stórlaxahvíslarinn hefur veitt 29 laxa yfir 100 cm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“

Varar við uppreisn í Evrópu – „ESB hefur misst sambandið við almenning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum

Brutust inn í yfirgefið hús til að reykja hass í friði – Trúðu ekki eigin augum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls

Gætu mokað inn seðlum á bráðnun Grænlandsjökuls