fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Brúðkaupsferðin gæti kostað knattspyrnumanninn lífið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 05:59

Hakeem al-Araiby eftir handtökuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fimm árum flúði Hakeem al-Araibi til Ástralíu frá Bahrain en þar átti hann fangelsisdóm yfir höfði sér fyrir að gagnrýna stjórnvöld og krefjast lýðræðis. Þessi 25 ára knattspyrnumaður hefur búið í Ástralíu síðan. Hann gekk í hjónaband í haust og fór síðan í brúðkaupsferð til Taílands. Áður hafði hann kannað hjá áströlskum yfirvöldum hvort honum væri óhætt að fara til Taílands og fengið þær upplýsingar að svo væri. En við komuna til Bangkok voru hjónin handtekin.

Yfirvöld í Bahrain höfðu gefið út handtökuskipun á hendur Hakeem í gegnum alþjóðalögregluna Interpol. Þetta var þann 27. nóvember á síðasta ári. Síðan hefur Hakeem setið í fangelsi í Taílandi en eiginkona hans var látin laus og fór aftur heim til Ástralíu.

Hakeem spilaði með landsliði Bahrain 2011. Þegar Arabíska vorið skall á lét hann skoðun sína á stöðu mála í Bahrain í ljós opinberlega. Honum var varpað í fangelsi í þrjá mánuði 2012. Í samtali við The Guardian sagði hann að fangelsisvistin hafi verið eins og helvíti á jörðu. Bundið var fyrir augu hans fyrstu tvo dagana og hann laminn í andlit og fætur og sagt að hann myndi aldrei aftur spila fótbolta.

„Þeir lömdu mig í fimm klukkustundir samfleytt og heltu köldu vatni yfir andlit mitt og bak.“

Hann var látinn laus en 2014 var hann ákærður á nýjan leik. Í þetta sinn fyrir að vinna skemmdarverk á lögreglustöð. Það snúna í því máli er þó að hans sögn að þegar skemmdarverkin voru unnin var hann að keppa í fótbolta og var leikurinn þar að auki sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpi. Hann flúði til Ástralíu í kjölfarið og fékk hæli þar 2017.

Það flækir mál hans að hann er knattspyrnumaður því forseti asíska knattspyrnusambandsins, Sheikh Salman bin Ibrahim al-Khalifa, sem er súnní-múslimi, er meðlimur konungsfjölskyldunnar í Bahrain. Hakeem segir að yfirvöld í Bahrain vilji hafa hendur í hári hans til að refsa honum fyrir að gagnrýnt stöðu mannréttinda í Bahrain og að hafa sagt að fyrrnefndur Sheikh Salman sé hræðilegur maður sem mismuni múslimum og traðki á sjíta-múslimum.

Erfitt mál fyrir Taíland

Málið er orðið hið versta fyrir taílensk yfirvöld en þau eru nú beitt miklum þrýstingi af mörgum ríkjum og samtökum um að láta Hakeem lausan.

Fifpro, alþjóðasamtök atvinnumanna í knattspyrnu, hafa meðal annars þrýst á Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA og taílensk stjórnvöld um lausn Hakeem. En fyrrnefndur Sheikh Salman er einmitt varaforseti FIFA og þetta veldur samtökunum ákveðnum höfuðverk. FIFA eru alheimssamtök þar sem ríki, þar sem ríkir bæði lýðræði og einræði, eiga aðild og því virðast þau eiga erfitt með að fóta sig í málinu.

Á mánudaginn frestuðu taílenskir dómstólar framsali Hakeem til Bahrain um 60 daga.

Katherine Gerson, hjá Amnesty International, segir að taílensk yfirvöld hljóti að sjá að eina ástæðan fyrir að stjórnvöld í Bahrain vilja fá Hakeem aftur sé til að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans sem hann lét í ljós. Yfir honum vofi alvarleg hætta á borð við fangelsun, pyntingar og aðrar misþyrmingar ef hann verður sendur til Bahrain.

Á meðan reynt er að leysa úr þessu flókna máli dvelur Hakeem í fangelsi í Bangkok og óttast framtíðina.

„Ég er hræddur við að verða sendur aftur til Bahrain því er er 100 prósent viss um að ég verði handtekinn, pyntaður aftur og hugsanlega drepinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?